8.10.2008 | 22:16
Furðuleg ummæli bankastjórans.
Í fréttum RUV. kl. 22:00 var birt brot úr viðtali við Sigurjón bankastjóra Landsbankans. Hann lýsti furðu sinni á viðbrögðum erlendra banka gagnvart vanda íslenska hvítflibba riddaraliðsins. Er ekki hver sjálfum sér næstur við aðstæður sem þessar? mér skilst ástandið í fjármálum alls heimsins vera svipað og Landsbankans þannig að líklega þurfa allir bankar, hvort sem þeir eru kallaðir seðlabankar eða viðskiptabankar á öllu sínu að halda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessa villimenn vantar allan kúltúr og respect fyrir persónum af góðri og efnaðri slekt. Mér sýnist að nú megi segja - fyrir utan Pútín í Garðaríki- "Minn herra á aungvan vin."
Árni Gunnarsson, 8.10.2008 kl. 22:27
Maður á bara ekki eitt einasta andsk. orð Árni.
Þórbergur Torfason, 8.10.2008 kl. 22:29
Hvar eru "víkingarnir" Bjarni Ármannsson, Björgúlfur, Jón Ásgeir o.fl o.fl? Er vonlaust að fá þá til að tjá sig um þann skaða sem þeir hafa valdið, eða eru þeir uppteknir við að koma peningum fyrir á Cayman Island?
Víðir Benediktsson, 9.10.2008 kl. 07:07
Það er nú það sem maður er hræddastur um í augnablikinu Víðir. Íhaldið dregur lappirnar og kratadindlarnir eru svo hamingjusamir í ráðherrastólunum að enginn tekur af skarið og lýsir því yfir afdráttarlaust að allar eignir þessara lúsablesa verði frystar.
Þórbergur Torfason, 9.10.2008 kl. 13:20
Það verður gaman að fylgjast með Agli Helga í silfrinu sínu á sunnudaginn . Egill sagði að Jón Áskeir ætlaði að mæta og Hannes Smára Væri of bisý.En fleiri svöruðu ekki. Þetta sagði Egill Helga Í Útvarpinu í morgun. Ég bíð spenntur eftir sunnudeginum
Ólafur Þór Guðjónsson, 10.10.2008 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.