6.12.2008 | 16:05
Lítilátur og ljúfur:
Það er kunnara en fram þurfi að taka, hvað hitakærar örverur eiga sameiginlegt hver með annarri. Það hefur hins vegar ekki verið þekkt fyrr í lífríkinu að hitakærar örverur láti undirsáta sína nota sig til að leika aukahlutverk í grínþáttum sem sendir eru út í fréttatímum og fréttatengdum þáttum um víða veröld. Einhver mesta niðurlæging sem hitakær örvera hefur orðið fyrir, fyrr og síðar er einmitt ráðherra bankamála á Íslandi. Fljótlega eftir að hann tók við embætti viðskiptaráðherra, komu hann og Kristján L Möller, sem er hitakær örvera af svipaðri stærð á fund hér á Hornafirði. Eins og að líkum lætur var viðskiptaráðherrann ekki spurður neinna spurninga enda brunnu engar slíkar á vörum fólks eins og gerir í dag. Samgönguráðherrann var hins vegar, af gefnu tilefni sem er bygging nýs vegar yfir Hornafjarðarfljót, spurður nokkurra spurninga. Strax á þeim tíma sem er fyrir um ári síðan, voru svör hans á líkan veg og svör allra samflokksráðherra hans eru í dag, sama hvað spurt er um. Einfaldlega ekki neitt. Það eina sem blessuð samgönguörveran vissi var að Héðinsfjarðargöng höfðu lengst um 900 metra í meðförum umfjöllunaraðila á þeim tíma. Spurning hvað þau hafa vaxið síðan. Viðskiptaráðherrann hefur verið hafður að engu í darraðadansi fjármálaheimsins síðustu vikna. Það er allri heimsbyggðinni ljóst. Vegna þess hve hallur hann er undir Evrópusambandið, telur hann að sá argi í Seðlabankanum hafi hunsað sig þegar hann ákvað að láta lepp sinn í forsætisráðuneytinu yfirtaka Glitni banka með 80 milljarða hlutafé. Það er mikið umhugsunaratriði fyrir okkur í Suðurkjördæmi hvers við eigum kost með vorinu þegar kosið verður. Slæmir voru nú kostirnir í síðustu kosningum þegar þeir Guðni og Bjarni voru að verja framsóknarósómann og ekki er vitað hverjir munu halda því sjóræningjaflaggi á lofti að þeim gengnum. Hitt er öllu verra að þurfa að horfast í augu við þá aumu staðreynd að meirihluti eftirsitjandi þingmanna kjördæmisins skuli vera þeir nafnar Leppur og Skreppur og Lúlli og viðskiptaráðherrann marghunsaði og lítillækkaði. Ja hérna verði ekki á betra völ með vorinu er nokkuð ljóst að Atli Gíslason lögmaður mun taka með sér að minnsta kosti 2 menn fyrir VG. Það er öllum ljóst í þessu kjördæmi að enginn annar kostur er í stöðunni.
Það er ekkert annað fyrir viðskiptaráðherrann og Evrópuþjónkarann að gera en að segja af sér fyrst hann fær Davíð ekki þokað úr Seðlabankanum. Ella verða engir Samfylkingarþingmenn kjörnir fyri Suðurkjördæmi með vorinu.
Björgvin, ætlarðu að láta þetta spyrjast um þig, að þú látir embættismannsbullu troða þér í eldstóna svona rétt fyri jólaföstuna. Er svona ljúft í hlýjunni af kjötkatlinum?
Svona lýsir sér víst valdasæknin ef vald skyldi kalla þegar embættismenn stjórna yfirmönnum sínum. Þá kemur söngurinn, Seðlabankinn heyrir ekki undir Viðskiptaráðuneytið, sem túlka verður á þann eina veg að þér er andskotann sama um álit kjósenda þinna. Þú vonar bara að þeir séu jafn skamminnugir og kjósendur Íhalds og Framsóknar í kjördæminu.
Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gerðir og ábyrgðir.
Allur almenningur hlítur að sjá að Björgvin átti enga möguleika á að hnekkja ákvörðunum Davíðs eða Geirs. Davíð fer sínu fram í skjóli Sjálfstæðisflokksins og Geir er ónýtur pappír.
Ábyrgðin er fyrst og fremst þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn.
Eini möguleiki Björgvins til að stöðva framgöngu Davíðs var að gera hann óvígann.
Það gerir enginn.
Kjósandi, 7.12.2008 kl. 12:10
Hvaða dæmalausa fjarstæða er þetta eiginlega?
Getur Björgvin ekki sagt af sér? Eru Davíð og Geir að banna Björgvin að segja af sér? Hvers konar fáránleiki er kominn á kreik.
Þórbergur Torfason, 7.12.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.