14.12.2008 | 22:21
Lengi getur vont versnað:
Fyrir nokkrum dögum var stjórnarþingmaður í kastljósþætti. Honum varð á að tönnlast svolítið á að við Íslendingar hefðum "lent" í bankahruninu og kreppu í kjölfarið. Þessi náungi, Lúðvík Bergvinsson er útskrifaður úr einhverri lögfræðideildinni, sennilega Háskóla Íslands þó ég viti það ekki fyrir víst.
Í Silfur Egils í dag, kom annar stjórnarþingmaður Illugi Gunnarsson og lenti hann í sama fúafeninu og hinn fyrri. Honum varð á að segja frammi fyrir alþjóð að við hefðum "lent" í þessu. Ekkert hafði Egill við það að athuga öfugt við stjórnanda kastljóssins sem ítrekað hnykkti á þessu orði við Lúðvík. Það ömurlegasta við þetta er að báðir þessir þingmenn eru gegnsýrðir af hupplegheitunum við svindlarana sem hruninu ollu og verða að gjöra svo vel og kyngja því að þeir báðir verða rassskelltir með svindlurunum. Það verður þeirra hlutskipti.
Það kemur sífellt betur upp á yfirborðið hvað pólitíkusarnir eiga stóra sök á hruninu. Þeir ætla hins vegar enga ábyrgð að taka frekar en fyrri daginn. Þetta er skríll sem ekki kann hina minnstu mannasiði og á ekkert betra skilið en dúndurrassskell og ærlegan hýrudrátt. Þeim sakamönnum sem hugsanlega lesa þetta skal bent á að hýrudráttur er launaskerðing, launamissir.
Nú er komið mál til að við vinnuveitendur þessara svindlara og yfirhylmara í þinginu, tökum til okkar ráða. Við segjum þessu slekti upp störfum og tökum þá nú þegar af launaskrá. Þetta framferði nær ekki nokkurri átt. Út með ykkur þið yfirsvindlarar og málþófsfólk. Við höfum fengið nóg af ykkur og ykkar vinnubrögðum eða aðgerðarleysi eftir atvikum. Þið hafið nóg illt af ykkur gert.
BURT með ykkur PAKK.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er alveg í stíl við það sem hefur viðgengist alla tíð þegar menn segja að þeir hafi "lent á" fylleríi í stað þess að segja eins og er að þeir drukku sig blindfulla.
Ómar Ragnarsson, 14.12.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.