Enn fer fram aftaka.

Að vísu pólitísk en aftaka samt. Þeir voru mættir í morgunsárið á Bylgjuna, Pétur Blöndal sá mikli stærðfræðingur og Ögmundur Jónasson. Ekki tókst Pétri betur til en svo að hann talaði sig nokkurnveginn út úr þættinum sem hann var í. Margir Sjálfstæðisþingmenn eiga erfitt með að tjá sig um málefni líðandi stundar sem von er. Þarna lenti Pétur Blöndal í slæmri mulningsvél sem endaði með að hann hrökklaðist held ég af þingi alla leið. Þvílík hörmungarframmistaða hjá manni sem gefur sig út fyrir að vera í forsvari fyrir heilan þingflokk og heila ríkisstjórn. Ég heldann ætti bara að vera heima að vaska upp.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Bjarni Guðmundsson

Heyrði þetta í morgun, það var greinilegt að Blöndalinn vissi ekkert hvað hann var að tala um.

Steinarr Bjarni Guðmundsson, 8.1.2009 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband