Bankastjóri rekinn.

Á textavarpinu, sem er einhver albesti fjölmiðill síðan land byggðist, er haft eftir bankastjóra Landsbankans Elínu Sigfúsdóttur að það hafi verið vitað að Tryggvi Jónsson hefði verið með hendurnar á kafi í að útdeila bitlingum.

Þetta hlýtur að kalla á það að Elín verði rekin úr bankanum vegna afglapa í starfi.

Er ekki andskotans nóg komið af skítmokstri kringum þennan banka og stjórnsýsluskríl. á ekki að gera neitt nema leyfa þessum skítseiðum að halda endalaust áfram að moka undir sig hálminum þegar þau eiga svo sannarlega að liggja í skítnum og eiga ekkert betra skilið.

Þurfum við landsbyggðafólk að taka okkur frí frá störfum og arka til Reykjavíkur og taka til í stjórnkerfinu. Það er greinilega ekki hægt að hafa stjórnsýsluna lengur þarna í þessu hvalrassgati. Við verðum að fara og sækja hana og koma henni í sveit og siða hana til með flórsköfum og kústsköftum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Birgir Þórðarson

svona er spillingin,pakkið er ennþa a kreiki.

Karl Birgir Þórðarson, 13.1.2009 kl. 15:21

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þetta er náttúrlega alveg rosalegt. Rosalegur dómgreindarskortur eða virðingaleysi eða bara hrein heimska er í þessum skríl.

Þórbergur Torfason, 13.1.2009 kl. 15:48

3 identicon

Þórbergur:Ég tek þig á orðinu - þú skalt ekki halda að allur flórmokstur sé búinn - þó Elínu sé mokað úr bank- flórnum - nei það er sko ekki nærri því búið að moka flórinn - á Landsbanka - bænum.

Þú kemur með landsbygðar - mótmælenda herskara með þér í bæinn- Þá fer hreinsunin að ganga. Húrra ! ! !

Benedikta E (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 00:20

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jaaaaa skooooo kæra Beneeedikkkttaaaa. MMMMMaaaððurrr verður sko að átta sig á því að það er rándýrt að ferðast milli landshluta og svo er tíminn líka dýrmætur.

annars er aðalatriðið það að stjórnsýslan er orðin of flókin fyrir ykkur þarna í Reykjavík Við skulum bara taka stjórnsýsluna yfir. Það er fullt af gömlum súrheysturnum um allt land til að geyma þessar þingnefndir í um lengri eða skemmri tíma. Svo er hægt að fara með ríkisstjórnina út í Grímsey, ala hana á skegglueggjum og selkjöti, hleypa henni í land einu sinni í mánuði fjóra daga í senn, árangurstengja launin þeirra miðað við hvað hún getur þagað lengi.

Nei ég geri mér sko fulla grein fyrir að flórinn er sneisafullur enn. N'u er kominn Evrópukúfur sem er svo harður og þungur að hann er vart véltækur. En reynum samt.

Þórbergur Torfason, 15.1.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband