Sjálfstæður Seðlabanki?

Þetta kallast víst ritstuldur en þegar menn gapa eins og uxar án þess að hugsa eða geta hreinlega ekki hugsað sjálfstætt, er nauðsynlegt að grípa í taumana.

Þessi Gísli Freyr er með sérkannilega sjálfstæðan hugsunahátt. Það er ekki l iði ár síðan Seðlabankastjóri fyrirheitnalandsins, Bandaríkjanna var rekinn. 

Samkvæmt fréttum hefur Ingimundur Friðriksson, einn þriggja Seðlabankastjóra beðist lausnar úr starfi eftir að Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi forsætisráðherra sendi bankastjórunum ósvífið bréf þar sem hún „fór þess á leit við þá“ að þeir segðu upp störfum.

Gott og vel. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að Ingimundur vilji ekki sitja undir pólitískum árásum og kjósi því að biðjast lausnar. Hann hefur örugglega ekki séð fyrir sér, þegar hann var skipaður seðlabankastjóri, að stjórnmálaleiðtogar myndu ráðast á hann persónulega vegna haturs þeirra í garð Davíðs Oddssonar.

Ingimundur uppfyllir reyndar nýjar kröfur Jóhönnu um seðlabankastjóra, þ.e. hann er með masterspróf í hagfræði og hefur reynslu að alþjóðlegri fjármálastarfssemi.

Í hótunarbréfi Jóhönnu kemur hvergi fram hvað seðlabankastjórarnir (nú eða Seðlabankinn sjálfur) hafa til saka unnið sem gerir þeim nauðsynlegt að víkja úr starfi.

Það hlýtur að vera einsdæmi í vestrænu frjálsu lýðræðisríki að ráðherrar eða ríkisstjórn ráðist á embættismenn seðlabanka með þeim hætti sem gert hefur verið. Með sama hætti hlýtur það að vera einsdæmi að forsætisráðherra lands sendi seðlabankastjóra/stjórum bréf þar sem þeir eru beðnir um að segja upp störfum.

Í bréfinu fræga (sem var afhent fjölmiðlum eins furðulegt og það er) kemur sem fyrr segir ekkert fram um vanhæfni bankastjóranna sem geri það að verkum að þeir geti ekki sinnt starfi sínu með viðunandi hætti. Þá er heldur ekki bent á atvik (í eintölu eða fleirtölu) sem gerir þá brotlega eða óhæfa til að sinna starfinu.

Ef forsætisráðherra vill losna við bankastjórana á hún einfaldlega að segja þeim upp störfum. Hins vegar veit hún að hún getur það ekki þar sem slík uppsögn væri ólögleg og myndi líkast til aldrei standast fyrir dómi. En ef hún telur að þeir hafi brotið af sér í starfi eða sinnt starfi sínu illa hlýtur hún að geta fært rök fyrir því fyrir dómsstólum.

En burtséð frá því öllu saman hlýtur það að vekja upp spurningar almennt um sjálfstæði og starfssemi Seðlabankans þegar ráðist er á æðstu stjórnendur hans með þessum hætti.

Hvernig myndi það líta út á alþjóðavettvangi ef ljóst væri að Seðlabankinn væri ekki sjálfstæður? Hvernig lítur það út ef stjórnmálamenn geta ráðið og rekið bankastjóra eftir pólitískum vindum hverju sinni? Myndi það auka traust á fjármálakerfið?

Og stóra spurningin; hvað var það nákvæmlega sem Seðlabankinn gerði rangt í aðdraganda hrunsins í október? Ég hef ekki heyrt neinn benda á það. Auðvitað er peningamálastefnan ekki hafi yfir gagnrýni og það sama gildir með verðbólgumarkmiðið – en þarf Alþingi þá ekki að breyta lögunum um starfssemi bankans?

Í þessu samhengi er rétt að minna á að Samfylkingin sá sig knúna til að kljúfa ríkisstjórn og mynda nýjar þar sem þeim fannst, að eigin sögn, verkstjórn Geirs H. Haarde ekki nógu góð.

Nú er nýja ríkisstjórnin næstum því viku gömul og öll vikan hefur farið í þetta mál. Ætli heimilin í landinu horfi fram á bjartari tíma þó skipt verðu um stjórn í Seðlabankanum? Nú eða þegar ríkisstjórnin eyðir öllum sínum kröftum í þetta einstaka mál?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

það er alveg rétt hjá þér að það er ekki hægt að segja seðlabankastjórum upp þar sem það er ekkert uppsagnarákvæði í lögunum.  ekki einu sinni fyrir afglöp í starfi.  svona uppsagnarákvæði eru í seðlabankalögum allra nárgrannalanda okkar.  þar sem þetta ákvæði vantar í lögin á jóhanna ekkert annað val en ný lög.  þetta er auðvita afleit stjórnsýsla.  erlendis myndi forsætisráðherra aldrei skrifa bréf eins og jóhanna gerði af þeirr einföldu ástæðu að um leið og embættismaður erlendis finnur að hann nýtur ekki trausts ráðherra fer an strax fram á lausn á starfi.  spurningin er svo hvað er skilgreining á sjálfstæðum seðlabanka.  sums staðar er talið að fyrrverandi stjórnmálamenn eigi ekki að sitja í stjórn opinberra stofnanna í 2 ár eftir að þeir láta af störfum  þetta á einnig við um sjónvarpsmenn sem vilja í framboð til þings. BBC hefur t.d. svona siðareglur.  málið er að ef á íslandi væru lög, siðareglur og venjur eins og erlendis myndi þessi ömurlega og lítillækkandi seðlabanka staða aldrei koma upp. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 7.2.2009 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband