Söguskýring Guðmundar Andra.

Ég sé að Guðmundur Andri er með pistil í Fréttablaðinu í gær. Þar fjallar hann aðeins um einu von íslenskra auðmanna um sáluhjálp. Það er nú svo sem ágætt að reyna að leiðbeina þessum villuráfandi skítblönku ölmusumönnum en einhvernveginn finnst mér nú GAT snú dæminu á haus.

Í stað þess að lesa sér til í fornsögunum, fara á námskeið hjá Vilhjálmi Bjarnasyni, læra klæki Íslands-Bersa og skila svo "auðnum", mundi ég eindregið mælast til að þeir byrjuðu á að skila ef einhverju er að skila, færu svo á öll þau námskeið sem í boði eru. Síðan mættu þeir spreyta sig, bara ekki hér á landi nema þá með handverkfærum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband