Hið ómögulega.

Nei þetta getur ekki verið hægt. Setja heila þjóð á hausinn en vera samt 701. ríkasti maður heims, eða þarf maður að lesa meira en fyrirsögnina? Hvað eru íbúar heims margir? Er nr. 701 í röð ríkustu manna verðugt hlutskipti Íslendings? Hver er verðviðmiðunin, markaðsverð, eins manns hugmynd um verðlag, verð eigna v/s landið sem eignin er í eða bara heimsmarkaðsverð? Gaman væri að fá málþingsboð frá Heimdalli um þetta atriði.
mbl.is Bill Gates aftur ríkastur - Björgólfur í 701. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann ætti bara að sjá sóma sinn í því að koma heim með þessa peninga og borga til baka eitthvað af því sem hvarf hjá þeim feðgum !

En hann bara hefur engan sóma !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 23:03

2 identicon

Nei þessi drengur veit ekki hvað góð gildi eru hvað þá að hann hafi siðferðið í lagi

Gudrun (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 23:05

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég velti fyrir mér hvað liggur að baki þessu verðgildi. Það er varla neitt sem er þessum spilasjúklingi í hag eða hvað?

Þórbergur Torfason, 11.3.2009 kl. 23:16

4 identicon

'Eg held að það sé ekkert að marka þetta, Bjöggi blanki á ekki bót fyrir boruna á sér. Þetta eru eintómir verðlausir pappírar eins og hefur sýnt sig hérna heima, ekki hægt að skeina sig á þessu hvað þá meir.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband