Nei segi ég.

Álver í Helguvík! Er hér verið að tala um framkvæmd sem verður, eins og allt bendir til, minnisverði um stórhug en enga framsýni. Höfum við Íslendingar virkilega ekkert lært? á að fara með fyrirtæki í þjóðareign í nauðasamninga um verð á raforku enn og aftur? Hvernig stendur á því að þessi litli útblásni vindbelgur, "Iðnaðarráðherra þjóðarinnar", kemst upp með þvílík afglöp?

Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að yfir okkur var dempt 15% hækkun á flutningi raforku. Ég þori ekki að fullyrða að þessi ósköp hafi dunið yfir alla en þau dundu yfir mig og ég er landsbyggðarmaður og hef fengið nóg, nóg, nóg af að borga fyrir spilavítisvist Reykvíkinga og nágranna. Til að hífa þessar manndruslur upp úr svaðinu á að hnoða einu álverinu enn og það á Suð-vesturhornið. Hvaða andskotans heimskupör eru þetta eiginlega? Er ekki orðin nein vitglóra í hausnum á þessu fólki sem vélar um þjóðmálin yfir höfuð?

Við hljótum að geta fundið eitthvað skynsamlegra til framdráttar Suðurnesjamönnum en álver sem gerir ekkert annað en leggja þungaskatt á, ekki bara afganginn af þjóðinni heldur Suðurnesjamenn líka.


mbl.is Hafna stjórnarfrumvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hvað ertu á móti atvinnusköpun?

Sigurður Þorsteinsson, 11.3.2009 kl. 23:55

2 identicon

Já, "litli útblásni vindbelgurinn" fremur afglöp!!!

Og ál-fíklarnir bera við "atvinnusköpun"

Ég segi NEI  EKKI MEIR!!!!

BirnaP (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 00:59

3 identicon

Þú ert nú meir vinstri græni molbúinn. Sannkallaður afturhaldskommatittur.

Gunnar Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 04:26

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Já Gunnar ég er Vinstri Grænn og er stoltur af því.

Þórbergur Torfason, 12.3.2009 kl. 06:59

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég held Beggi minn að þú ættir að fara vanda orðaval þitt á mönnum svona orðbragð er þér ekki sæmandi það veistu mæta vel sjálfur. Þótt þú sért ekki sammála mönnum farðu varlega.

Þótt það sé annað mál þá er ég þér sammála með álverið í Helguvík ég vil ekki að það rísi. En þar sem þú gagnrýndir harðlega þessa framkvæmd þá langar mig að biðja þig að útlista nákvæmlega hvað myndir þú gera ef þú værir við stjórnvölin núna og hefðir tök á að hafa áhrif, eins og þig svo sannarlega þyrstir í? 

e.s Vissir þú að nú er búið að skíra ,,gamla" skipið okkar Sléttbak upp á nýtt og nú heitir hann Snæfell EA 310. Ég verð í skotstöðu þegar hann siglir næst (n.k. þriðju- eða miðvikudag) og tek myndir og set á ópólítiskta bloggið mitt myndir af skipinu.

kveðja frá Akureyri - Áfram Ísland

Páll Jóhannesson, 13.3.2009 kl. 14:00

6 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæll Palli og takk fyrir ábendingarnar. Já svo sannarlega er ég á móti álveri í Helguvík. Ég er líka á móti álveri á Húsavík þó ég mundi frekar velja því stað þar en í Helguvík ef ég þyrfti að velja. Ég sé líka annað komment um atvinnusköpun hér fyrir ofan. Því vil ég svara. Nei ég er ekki á móti atvinnusköpun. Við höfum í höndunum einhverja öflugustu og endingarbestu atvinnusköpun sem finnanleg er hér á landi. Hún kallar ekki á virkjanir né dinglandi rafmagnslínur um landið þvert og endilangt. Þarna á ég við uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar erum við að tala um mikinn fjölda starfa sem hafa það framyfir störf í álveri að þau eru ekki háð duttlungum erlendra auðhringa og þar að auki mun kostnaður við hvert starf ekki kosta nema brot af starfi í álveri. Þarna er að rísa stærsti þjóðgarður Evrópu sem skapa mun hundruð starfa. Allt byggir þetta þó á því að við gerum þetta eins og menn og köstum ekki til höndum við verkið.

Já Palli ég var búinn að frétta af nafngiftinni. Bara mjög góð.

Snæfell EA 310 EX Stella Kristina.

Hlakka til að sjá myndir.

Þórbergur Torfason, 14.3.2009 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband