19.3.2009 | 16:48
N'u er krataplott í gangi.
Það verður vandamál fyrir Jóhönnu að taka ómagann að sér. Það má með sanni segja að konan sé einhleip og fyrir fólk í þeirri stöðu er erfitt að fóstra jafn baldinn snáða og Samfylkingin er. Í sjónmáli er enginn nothæfur varafomaður og Jóhanna stendur frammi fyrir þeirri staðreynd að vilja hreinlega ekki krógann. Hvað gera bændur þá? Jóhanna þarf að hafa bakhjarl til að taka við flokknum eftir skammann tíma en hann er illa í sjónmáli. Búið var að loka prófkjöri í Reykjavík þegar þessi staða kom upp svo Dagur B. er ekki í nægilega góðri stöðu að taka við á kjörtímabilinu þar sem hann kemur ekki til með að sitja á þingi sem er jú heppilegra. Allavega er reynsla Framsóknarmanna sú að betra sé að hafa formennina inni á þingi.
Biðin eftir Jóhönnu á enda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.