Enn klúðrar íhaldið.

Nú er stefnan bara uppá við fyrir íslenska þjóð. Framsóknarflokkurinn heyrir sögunni til og Sjálfstæðisflokkurinn orðinn litli flokkurinn með langa nafnið.

Fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins knékraup fyrir framan halelújakórinn úr Valhöll og bað hann afsökunar. Á hverju hann var að biðjast afsökunar er nokkuð óljóst. Þó er nokkuð ljóst að eitthvað hefur vakið athygli hans á að ekki væri allt með felldu.

Getur verið að góðærinu í Valhöll sé lokið? Maður spyr sig.


mbl.is VG upp fyrir Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sjaldan launar kálfur ofeldið", segir austfirskt spakmæli. Mér datt það í hug þegar ég sá frambjóðanda V-grænna, Þórberg frá Hala vera að óska Framsókn guðmóður núverandi ríkisstjórnar ófarnaðar! Það var svipað með þá kerlingu og prinsessuna í ævintýrinu, hún kyssti froskinn (Skallagrím), sem reyndist vera prins í álögum, en í stað þess að giftast honum sjálf, fann hún honum pólitískt kvonfang, heilsutæpri prinsessu, úr ríki Samfylkingar, sem var í sambúð með getulitlum kóngi af ætt blámanna og norskra þursa. Tókust nú góðar ástir með nýja parinu, en þá setti krankleiki drottnigar strik í sambúðina, og tók vænsta hirðmey hennar við hjónahvílunni. Undi kóngur þá vel sínu hlutskipti, en liðsmenn Framsóknar önnuðust dyravörslu svo hjónin gætu notist eftir þörfum, en vættur í fálkalíki gól oft á bæjarburst, engum til ánægju. En ein spurning Þórbergur? Þarft þú ekki að segja af þér öllum opinverum trúnaðarstörfum, af því þú ert í í framboði? Eða gildir það bara um konur í Framsókn!!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:03

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Góð spurning Stefán og ég skal svara henni skilmerkilega.

Það hefur ekki tíðkast að banna fólki að hafa pólitískar skoðanir hér á landi.

Vandamál Gylfa Arnbjörnssonar er að hann er siðblindur. Það er ekki hægt að svara þessu öðruvísi.

Hann leyfir sér að hafa pólitíska skoðun. Hann, sem starfsmaður ASÍ leyfir sér að túlka viðkvæm pólitísk ágreiningsmál eins og ESB. Ég fæ ekki séð að hann hafi neina heimild til að koma fram fyrir hönd ASÍ og túlka ESB.

Annars var ég alls ekki að óska neinum ófarnaðar. Framsóknarmenn eru bara sjálfum sér verstir með sínu stefnuflökti. Það sama á við um alla stjórnmálaflokkana nema VG og síðan Jóhönnu Sigurðardóttur eina úr öðrum flokkum.

Þórbergur Torfason, 27.3.2009 kl. 12:51

3 identicon

Ég vitna nú bara í fjallræðu Frelsarans: "Sælir eru hjartahreinir.......", Það er sem sagt að þínu viti allir landsmenn villuráfandi pólitískir gemlingar nema söfnuður Steingríms J. + blessunin hún Jóhanna S. Er þetta nú ekki eitthvað ýkt kallinn minn. Sjálfshól hefur nú aldri verið talið til dyggða þarna austurfrá. Ef þú ert sannfærður um að Framsóknarmenn séu sjálfum sér verstir, þá hlýtur þú að eiga við þann gjörning þeirra að opna fyrir Vinstri græna smugu inn í Stjórnarráðið í vetur, eftir óralangan pólitískan vergang þeirra V-grænu, utan stjórnar. Við Framsóknarfólk, töldum bráða nauðsyn, að senda Íhaldið í sem lengst frí, frá ríkisstjórn, og illskárri kosturinn væri að gefa Steingrími sjens á að standa við stóru orðin, og sjá hvað það dygði. Þess vegna ýttum við þessari ríkistjórn úr vör. Þetta var björgunaraðgerð við erfiðar aðstæður, en ekkert "stefnuflökt" því við erum nýbúin að rétta af kompásinn, og vitum 100% hvert stefna skal. Framsókn er guðmóðir þessarar stjórnar, og skammast sín ekki fyrir að hafa sent þá bláu í langt frí. En vonandi þurfum við ekki að iðrast. Hvað ykkur varðar, þá kom upphefðin utanfrá, frá Framsókn, og reyndu svo að standa þig strákur!!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband