30.3.2009 | 15:11
Sigmundur með moðsuðu.
Aumingja gamli Framsóknarflokkurinn er kominn í þá verstu tilvistarkreppu sem pólitískt afl getur komist í. Fékk Búnaðarbankann fyrir nánast ekkert, búinn að klúðra honum ásamt öllu sem fylgdi og "fylgja bar" eða þannig og hélt sig búinn að höndla "andlit út á við", andlit sem er þó ekki ókunnugra en það að jafnvel yngstu menn muna ennþá þegar föður hans var færð ratsjárstofnun fyrir ekkert.
Nei Framsókn er og verður alltaf Framsókn. Það kemur gleggst fram í þeirri skoðun nýja formannsins að hann ætlar að vera bæði með og á móti ríkisstjórninni.
Það tekst engum nema gamla Framsóknarrörinu sem búið er að taka blindnippilinn úr báðum endum.
Þolinmæði framsóknarmanna þrotin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.