30.3.2009 | 15:18
Tímamótaræða þreytts gamalmennis.
Það var mjög fróðlegt að hlýða á ræðu fyrrum formanns stjórnar Seðlabanka Íslands. Mér fannst góður punktur hjá honnum þegar hann líkti sjálfum sér við Krist á krossinum með félaga hvorn við sína hlið. Hann gleymdi hinsvega alveg að láta fylgja að þeir voru líka ræningjar eins og félagar hans.
Ræða gamla mannsins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins bar öll keim af því að þar færi aldurhniginn bardagamaður að þrotum kominn, bæði í rökum og þreki.
Vesaling gamalmennið. Honum er vorkunn. Hann uppsker eins og hann hefur sáð nema hann fær full drjúg eftirlaun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.