6.5.2009 | 23:37
Launalækkun.
Ef halda á áfram á þeirri braut að borga bara og borga skuldir óreiðumanna og spilasjúklinga, verða þeir sem ákveða og varða leiðina að taka á sig launalækkun. Ráðherrar, skilanefndir, bankastjórar og aðrir slíkir verða að gjöra svo vel og afþakka hluta af launum sínum. Það er bara sanngjörn krafa að þeir taki á sig verulega lækkun. Hvað hefur þetta fólk að gera við tekjur upp á á aðra milljón þegar hluti þjóðarinnar hefur ekki oní sig eða á.
Hið sama á auðvitað við um forstjóra greiningardeildar Samfylkingarinnnar hinn knáa Gylfa Arnbjörnson sem brotið hefur allar brýr að baki sér sem forseti ASÍ. Hefur komið fram sem slíkur og haldið þvílíkar heilaþvottaræður um ESB, nokkuð sem hann hefur enga minnstu heimild til að gera sem forsvarsmaður fjöldasamtaka á borð við ASÍ.
Ef íbúar þessa lands eiga að sitja uppi með þær byrðar sem spilafíklarnir hentu af sér, ber að byrja á að leggja á þær herðar sem breiðastar eru. Þar eru auðvitað hálaunaliðið hjá því opinbera fremst í flokki.
Ekki útilokað að hæstu laun ríkisstarfsmanna lækki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.