Hugsum um lýðræðið.

Það er mér mikið ánægjuefni að þingmenn VG skuli ekki vera undir járnhæl flokksaga. Auðvitað eiga þingmenn að fara að eigin sannfæringu, hvort sem þeir eru þingmenn VG eða annarra flokka. Hverskonar andsk. þrælahald á að líða? Alveg finnst mér nóg að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn skammist innbyrðis yfir flokksóhollustu innan sinna raða.

Leyfum okkar þingmönnum að strjúka um frjálsan skallan ef þeir svo kjósa og hættið að bulla um einhvern flokksaga. Skárra væri það nú ef þingmenn VG fara að leika einhvern Júdas eftir stærsta kosningasigur vinstri flokks í sögu lýðveldisins. Sá sigur vannst með opinni umræðu innan flokks og utan um öll helstu mál sem snerta þessa þjóð.

Áfram VG og niður með íhaldið.


mbl.is Óttast klofning í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vonum að ekkert breytist þegar þeir komast allir í sama herbergi á alþingi,þ.e. að þeir byrji ekki að rotta sig saman um einhverja flokkshollustu..

zappa (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 16:41

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Þórbergur. Eiga þingmenn ekki að greiða atkvæði samkvæmt samvisku sinni, hverju þarf að kyngja ef menn gera það, ef samviskan er í lagi?

Ingimundur Bergmann, 24.5.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband