25.8.2009 | 22:11
Lausn sem dugir.
Fólk sem skuldar húsnæðislán er eðlilega uggandi um framtíðina. Hugmyndin er að sú upphæð sem fólk hefur greitt í verðbætur frá 1. jan. 2009 verði dregin frá stöðu höfuðstóls eftirstöðva lánsins og lánstíminn styttur jöfnum höndum. Með því að breyta verðbótaþættinum í afborgun af höfuðstól fá þeir heilögustu af öllum heilögum þ.e. sparifjáreigendur þessa lands fjármuni sína til baka með þeim skilum sem þeim ber nema á mikið skemmri tíma en í upphafi var ráðgert. Þannig geta þeir lánað sömu aurana mikið oftar en ella og gert þannig hvert góðverkið á fætur öðru án þess að almenningur sé rændur um hábjartan dag með dyggri aðstoð löggjafans.
Vaxandi þrýstingur á að afskrifa íbúðalán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.