Reiði, sárindi, hryggð, depurð eða bara illska og eftirsjá.

Eðlilegt að stéttarfélög álykti á þennan hátt. Fréttin er hins vegar mjög dularfull. Að telja það eftir sér að taka þátt í að greiða fyrir það að hafa kosið Árna og félaga til valda kjörtímabil eftir kjörtímabil kemur okkur öllum í koll, bæði sjómönnum í Vestmannaeyjum sem annarsstaðar á landinu. Það er hins vegar annað mál hvort eigi að afnema jafn sjálfsögð fríðindi sem sjómannaafsláttinn í núverandi mynd. En hver á þá að taka við? Er ekki eðlilegast að sjómannaafslátturinn sé beinn hluti af kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags við sína viðsemjendur? Manni finnst eðlilegast að útgerðin hygli sínu starfsfólki eins og aðrir atvinnurekendur gera. Það væri bara hluti kjarasamnings eins og aðrar stéttir ná fram í viðræðum við sína vinnuveitendur. Ef það næst ekki er það bara dómur yfir samningsaðilum.
mbl.is Sjómenn reiðir stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband