Að skjóta sig í báða fætur.

Meðan strákarnir þæfa leðrið milli sín er ágætt að nota annað augað til að lesa áhugaverðar færslur. Það fyrsta sem ég hnaut um var pistill eftir Helgu Sigrúnu Harðardóttur sem titlar sig framsóknar eitthvað. Og ég sem hélt að framsókn eitthvað væri ekki lengur til. Þar kemur hún inn á siðferði stjórnmálamanna en þar skýtur hún sig í báða fætur í sama skotinu. Ef hún hefði birt hliðstæð ummæli meðan eitthvað var til sem hét framsókn, hefði hún hitt naglan á höfuðið því á þeim árum var barasta ekkert til sem hét siðferði í stjórnmálum á Íslandi. Það er oft þægilegra að meðhöndla flísar en bjálka, það vitum við bændur og búalið af reynslu við girðingastaurana sem höggnir eru úr rekavið og öðru tilfallandi efni. Helgu vegna vona ég að hún fjalli bara um heimilisköttinn í framtíðinni en alls ekki siðferði pólitíkusa annarra flokka. Égtek þó fram að ég er ekki krati.

Annað: Þetta með ölkælinn í Austurstræti liggur í augum uppi, sérstaklega þegar bent var á að Björn Ingi Hrafnsson hefði komið að þessu máli. Þarna er verið að minnka samkeppnina um þyrsta ferðalanga og borgarbúa því að samkeppni á engan rétt á sér ef ég þarf að taka þátt í henni. Þetta eru alkunn sannindi sem allir eiga að vita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Góður Þórbergur.

Var að hlusta á fréttir á Stöð 2 og þar var fv. landbúnaðarráðherra að afhenda LV vatnsréttindi þrem dögum fyrir kosningar alveg ókeypis!   Þetta er bjálki ekki satt?

Vona að þú náir rifbeininu í rétt horfn á næstunni.  - kveðja, Palli

Sigurpáll Ingibergsson, 22.8.2007 kl. 18:48

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæll Palli. Já það hefur ekkert með siðferði að gera eða hvað, ef framsókn á í hlut. Ekki vildi ég þurfa að fást við þennan lurk með brotin rifbein.

Takk fyrir góðar óskir. Manni getur orðið hált á hundaskítnum eða hvað þetta var nú sem ég datt í.

Þórbergur Torfason, 22.8.2007 kl. 18:55

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Fyrir utan kjörstað spurði fréttamaður mann hvað hann hefði kosið? ,,nú auðvitað sjálfstæðisflokkinn" sagði maðurinn. Af hverju segir þú ,,auðvitað sjálfstæðisflokkinn"? spurði fréttamaðurinn. 

Nú pabbi var mikill sjálfstæðismaður og afi líka allir í minni ætt kjósa sjálfstæðisflokkinn þess vegna kýs ég sjálfstæðisflokkinn sagði maðurinn.

En ef pabbi þinn hefði verið sauðaþjófur værir þú þá líka sauðaþjófur? spurði fréttamaðurinn... Nei sko þá væri ég framsóknarmaður svaraði maðurinn um hæl...

Í dag les maður bara skrítnar minningar um fyrirbærið Framsóknarflokkurinn, og gott það skuli einungis vera minningar, ekki satt?

Páll Jóhannesson, 22.8.2007 kl. 22:44

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Neisko, þarna er aftur komin kenningin "allir nema ég eru hálfvitar sem kjósa bara til að fylgja hjörðinni á meðan ég - anti-Sjálfstæðismaðurinn mikli - veit betur en hin heimska hjörð". Ég hélt að fólk væri hætt að setja sig á svona háan stall!

Annars er bráðfyndið að halda því fram að Björn Ingi og Villi borgarstjóri gangi erindi kaffihúsaeigenda við Austurvöll sem geta boðið upp á útisetu í örfáa daga á ári og selt öl, og selja öl og hvert sæti er skipað þegar sólin lætur sjá sig. Svona samsæriskenningar sjást sjaldnast skrifaðar undir nafni (af eðlilegum ástæðum því fólki er yfirleitt annt um mannorð sitt) svo tilbreytingin er hressandi.

Geir Ágústsson, 23.8.2007 kl. 15:05

5 Smámynd: Þórbergur Torfason

Geir þetta er ekki samsæriskenning. Þetta er fullyrðing sem fær staðist í ljósi sögunnar. Ég er alls óhræddur við að sýna mitt pólitíska andlit og skammast í allar áttir ef mér sýnist þörf á. Svo merkilegt sem það er nú, kaus ég t.d. framsóknarflokkinn í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Þórbergur Torfason, 23.8.2007 kl. 16:44

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Af hverju gerðirðu það

Sigurgeir Jónsson, 23.8.2007 kl. 23:27

7 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sgurgeir, það bauðst því miður ekkert betra í þessu sveitarfélagi á þeim tíma. Auk þess eru sveitastjórnarmál annars eðlis en landsmál.

Þórbergur Torfason, 24.8.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband