Þingfréttir úr Suðursveit.

Sælir lesendur góðir. Þótt ég sé í Suðursveit, halda þingstörf sínu striki við Austurvöll.

Í dag var umræða um eitt hitamálið sem manni sýnist helst að sé ekki búið að ná endanlegu hitastigi. Forsætisráðherra sté í pontu. Nei nei það er ekki hitamálið, heldur það mál sem hann vakti máls á það er að segja eignaumsýslan á Keflavíkurflugvelli. mikið óskaplega var það aumt yfirklór sem þarna var flutt fyrir alþjóð. Þetta mál er alveg stórfurðulegt.

Steininn tók þó algerlega úr í Kastljósþætti RUV áðan. Þar sátu andspænis hvort öðru, Atli Gíslason alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, titill sem fer mjög fyrir brjóstið á stuttbuxnalögfæðingunum í þinginu og þingmaður sjálfstæðisflokksins, man ekki nafnið, fyrrum aðstoðarmaður fjármálaráðherra og forsætisráðherra.

Í umræðunum í þinginu í dag kom fram að ríkisendurskoðun ætlaði að fara í gegn um allt þetta undarlega mál. Í kastljósþættinum kom hins vegar fram að á einhverjum tímapunkti í sumar, hefði verið farið fram á úttekt af hendi ríkisendurskoðunar á þessu ferli öllu saman til að allt færi nú siðsamlega fram. Hafi sú úttekt farið fram einhverntíman síðsumars eða snemma í haust, ætti hún væntanlega að liggja fyrir. Hvers vegna er ríkisendurskoðun núna að fara af stað með að endurskoða málið? Er ríkisendurskoðun þar með að fara að endurskoða það sem hún var sjálf að leggja blessun sína yfir fyrir nokkrum dögum eða vikum? Hafi eitthvað fundist athugavert á einhverjum tímapunkti af stjórnskipuðu apparati eins og ríkisendurskoðun, hljóta upplýsingar þar um að hafa ratað til réttra aðila.

Lái Atla Gíslasyni alþingismanni og hæstaréttarlögmanni hver sem vill, þó hann dragi hæfi ríkisendurskoðanda í efa þegar málum er svona komið.

Þetta mál er einhver allra vitlausasta flækja sem íhaldið hefur komið sér í í manna minnum og er þó af nógu að taka.

Það er ekki ofsögum sagt að daunillt loft liggi yfir og leggur megnan óþefinn alla leið hingað í Suðursveit.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Beggi minn taktu fyrir nefið þar til hlaupið er afstaðið

Páll Jóhannesson, 6.12.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Helvíti kom vel á vondan núna. Lyktin!!!!

Oft hittir bullið, bullaran fyrir Runólfur minn.

Þórbergur Torfason, 6.12.2007 kl. 23:00

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæll Palli minn.Ég verð löngu kafnaður áður en hlaupið klárast ef ég á að halda fyrir nefið allan tímann. Kratarnir eru bara nýhoppaðir uppúr startblokkunum. Þú hefðir átt að heyra í prestsyninum úr Kópavogi í þinginu í dag þegar hann var að reyna að verja glæpatittina sem eru að höndla með hermangið uppi á Velli.

Þórbergur Torfason, 6.12.2007 kl. 23:59

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman verður að fylgjast með þessum rannsóknum. Hvað kemur út úr því get ég ekki gert mér í hugarlund, en sjálfsagt að skoða málið.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband