Er öl, innri eða ytri maður.

Er nú svo illa komið fyrir bankamafíunni að hún þurfi að bera mútur á ráðherra? Yfirspenntur fjármálamarkaðurinn hellir uppá ráðherraliðið. Mega ráðherrarnir við þessu? Hvað skyldi birtast á bloggsíðu Iðnaðaráðherrans eftir að hann hefur hroðið sprúttið "sitjandi á nærbuxunum einum fata um miðja nótt", eins og einhver lýsti.

Auðvitað eiga ráðherrarnir að sýna þjóðinni þann sjálfsagða sóma, að skila þessari mútugreiðslu í snatri. Ráðherrarnir Össur Skarphéðinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sýndu þjóðinni mikla óvirðingu í Silfri Egils í dag, þegar þau skelltu bara í góm og glottu, þegar þáttastjórnandinn spurði hvort þau mundu skila mútunum. Svona er framkoma fólks sem heldur að það eigi heiminn og allt sem í honum hrærist.

Ég segi skál í mínu eigin heimalagaða rauðvíni.

Var annars nokkuð einhver árans hrekkjalómur úr framsóknarflokknum að búa þessa frétt til?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Góð spurning Beggi, er ekki nokkuð ljóst að ölið er innri maður Össurar? Gaman að sjá þig hérna Sigfús Már, berðu pabba þínum kveðju frá mér. Gleðilegt ár félagar og kærar þakkir fyrir árið sem er að líða...

Hallgrímur Guðmundsson, 31.12.2007 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband