Kastljós.

Ég sá kastljós í gærkvöldi þar sem m.a. var viðtal við konu sem hafði verið vistuð á upptökuheimili við Efstasund í Reykjavík. Mikið hefur gengið á vegna uppljóstana á meðferð drengja í Breiðuvík. Nú koma upplýsingar frá Kumbaravogi, Efstasundi og ef til vill víðar.

Ég ætla reyndar að lýsa furðu minni á að konan sem starfaði sem félagsmálastjóri Mosfellsbæjar á þeim tíma sem stúlkan var vistuð í Efstasundi, skuli enn vera starfandi félagsmálastjóri í Mosfellsbæ. Það er alveg deginum ljósara að konan vissi fullvel, hvernig meðferðin var á þessu heimili.

Hvernig er staðan í þessum málum í dag?

Ekki ætla ég þeim aðilum sem vista börn við þessar aðstæður í dag, að þau misnoti eða misþyrmi þeim en vernig er eftirliti með þessum málum háttað?

Lýsingar þessara vesalings einstaklinga eru þyngri en tárum taki og alveg með hreinum ólíkindum hvað lengi þetta fékk að viðgangast.

Þess vegna spyr ég!

Hver er staða þessara mála í dag? Getum við átt von á að fá samskonar eftirmála eftir 30-40 ár og við höfum fengið frá undangengnum áratugum af þessum upptökuheimilum? Getum við trúað því að þessi mál séu í ásættanlegum farvegi í dag?

Það eru rekin upptökuheimili í dag og svo sannarlega verðum við að vera viss um að þar séu mál í lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð spurning, það skildi þó aldrei vera að einhversstaðar leyndist illt atlæti. Vona samt ekki.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.1.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Kolgrima

Úff ég vona ekki. Hvar eru þessi upptökuheimili?

Kolgrima, 15.1.2008 kl. 03:32

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég veit ekki hvar þau eru. Hef þó heyrt í fréttum fyrir dálitlu síðan að börn eða unglingar hefðu strokið eða stungið af, stolið bíl og eða húkkað sér far. Ég man þetta ekki glöggt en þetta var í fréttum fyrir einhverjum 2-4 árum.

Þórbergur Torfason, 16.1.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband