Broslegar hörmungar í bæjarmálapólitíkinni.

Í reyðileysi, fór ég að hlusta á Silfur Egils og kastljósþætti frá síðustu viku. Alveg er með hreinum ólíkindum að hlusta á málsvörn sjálfstæðismanna varðandi skitugemlinginn Vilhjálm Þ. Byrjum á glókolli Gísla. Þráspurður af öðrum glókolli um hvort hann geti lýst stuðningi við Villa, svarar hann. Nei Vilhjálmur á að ákveða það hvort ég lýsi yfir stuðningi við hann eða ekki. Þ.e. Í þessum flokki, þ.e. borgarstjórnarflokki sjáfstæðismanna eru ekki teknar sjálfstæðar ákvarðanir. Svo mörg voru þau orð. Geir H. Haarde sagði orðrétt í Silfrinu. " Á síðasta landsfundi fékk ég 97% atkvæða í formannskjöri og Þorgerður Katrín 90%". Semsagt. Í þessum flokki skiptir fólk ekki um skoðun svo árum skiptir, þannig að stuðningur við forystuna er bara svona. Minnir þetta nokkuð á stjórnarfar í ónefndu austantjaldsríki fyrir ekki svo mörgum áratugum.

Allskyns hugmyndir hafa skotið upp kollinum að undanförnu varðandi launaþróun í landinu. Eina sá ég sem fjallaði um að sjálftökuliðið afsalaði sér hækkunum næstu 3 árin.

Ég geri að tillögu minni og vek upp kröfu sem ég gerði og mun koma til með að gera um mörg ókomin ár.

Sjálftökuliðið skili þeim hækkunum umfram almenning sem það hefur fengið síðustu 8 ár. Þar með talið mjög miklum okurhækkunum sem það tók sér í lok kjörtímabils 2003 upp á tugi % umfram almennar launahækkanir. Þá svívirðu geri ég kröfu um að verði skilað aftur í snatri. Þar fór fram rummungsþjófnaður úr ríkissjóði. Valgerður Bjarnadóttir varaþingmaður SF. flutti tillögu um þetta í þinginu sl. haust en síðan hefur ekki heyrst um þetta hósti né stuna frekar en annað bílífi sem ástundað er innan veggja þinghúss þjóðarinnar.

Skömm er að og ekki von til að virðing þjóðarinnar aukist meðan kjörnir fulltrúar seilast í sjóði almennings og troði út sína eigin vasa. Forstöðumönnum ríkisstofnana hefur verið vikið úr starfi fyrir að misfara með fé sinna stofnana. Þið þingmenn, hundskist til að vinna vinnuna ykkar sæmilega skammlaust og gætið að því að þið eruð einungis ráðnir í vinnu tímabundið. Þið hafið bara tímabundnu verkefni að sinna og getið ekki vænst þess að almenningur loki endalaust augunum fyrir glappaskotum ykkar þó einn og einn misheppnaður reykvískur tittur í sjálfstæðisflokknum þori ekki að taka sjálfstæða ákvörðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Alveg rétt hjá þér Anna. Spurning hvort krafa um ákvörðun af hans hendi þurfi endilega að þýða vantraust. Leikfléttur sjálfstæðismanna undanfarinna kjörtímabila hafa ekki allar verið túlkaðar sem vantraust

Þórbergur Torfason, 19.2.2008 kl. 01:19

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta er svo vandræðalegt, dapurlegt eða bara sorglegt. Sorglegasta af öllu sorglegu er hversu siðblint þetta fólk er eða tröll heimskt. Allur almenningur sér þetta og er misboðið á sama tíma og borgarfulltrúarnir hamast við að telja almúganum trú um að allt sé í himna lagi.

Vona svo heitt og innilega að borgarbúar verði ekki haldnir einhvers konar gleymsku heilkennum þegar að næstu kosningum kemur og sendi þetta fólk í ævilangt frí frá stjórnmálum, ef ekki þá væru borgarbúar líka tröll heimskir, sem ég veit og trúi þeir séu ekki.

Páll Jóhannesson, 19.2.2008 kl. 09:38

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er örugglega hárrétt hjá Önnu. Það var ég sem kom með þessa hugmynd um að skora á þá að þiggja ekki launahækkanir næstu 3 árin, en mér finnst þín tillaga líka góð, samt held ég að enginn muni nokkurn tíman skila neinu og þeir láta yfirleitt eins og fórnarlömb þegar þeir hækka, segjast ekkert ráða við þetta, hálfvitar.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 19:44

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sammála félagi, þetta lið er til skammar.

Hallgrímur Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 22:37

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

 Kveðja til þín Þórbergur minn.

Þorkell Sigurjónsson, 1.3.2008 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband