Hræðsla, kunnáttuleysi, vanþekking.

Í framboðsumræðunum á Selfossi fyrr í kvöld kom Ármann Einarsson með fyrirspurn til Atla og Björgvins um Nóaflóðið á eftir fyrningarleiðinni. Þessi gífurlegi hræðsluáróður kvótahafanna er alveg skiljanlegur. Auðvitað vill enginn breyta því sem gefist hefur vel hjá mér. Það þarf að útskýra þessa fyrningarleið aðeins betur fyrir almenningi.

Það að fyrna 5% á ári þýðir alls ekki að þessi sömu 5% hverfi af sjónarsviðinu. Dæmi: 2000 tonn úthlutuð, 5% fyrnast eða 100 tonn. Það mundi þýða að 1/3 eða 33 tonn kæmu til baka en þó yrði um leigu að ræða, 33 tonn yrðu ennfremur tryggð í byggðalaginu en 33 tonn færu á almennan markað sem mundi þó ekki þýða að færu eitthvað annað ef heimamaður næði að leigja þau.

Það er ákveðin hræðsla við að ræða þessa leið og með sanni má segja að leiðin sé ekki gallalaus. Hins vegar eru á henni minni gallar en því sem er í dag. Í dag fá menn úthlutað kvóta en eru ekki settar nema mjög takmarkaðar skorður gagnavart veiðiskyldu. Þeir mega sem sagt leigja frá sér heimildirnar. þar þarf leigutakinn að staðgreiða kvótahafanum sem borgar ekki fimmeyring í tekjuskatt af leigutekjunum. Er undarlegt þó þessir höfðingjar vilji viðhalda leiguliðakerfinu.

Reyndar er að mínum dómi önnur aðferð en fyrningarleið mikið skynsamlegri og skilvirkari. Hún er einfaldlega sú að bolfiskkvóta verði úthlutað á nýjum forsendum fyrir næsta kvótaár. Ég mæli með að við förum þá leið að úthluta kvótanum með tilliti til fenginnar veiðireynslu síðustu þriggja ára eins og gert var í öndverðu og framsalsheimildin lögð alfarið af. Þessi aðferð yrði fyrsta skref í réttlætisátt og einnig fyrsta skref til nýliðunar í greininni án þess að til óbærilegra skuldsetninga kæmi.

Þó vil ég tak eitt alveg sérstaklega fram. Við skulum halda í heimildina til tegundartilfærslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Þórbergur

Afar gaman að fá þig inn í þessa kvótaumræðu, allavega fyrir mig sem hef kannski ekki svo mikið vit á þessu málefni. Ég hef setið i málefnahópi Samfylkingarinnar um sjávarútvegs og landbúnaðarmál og þar hefur þetta æði oft borið á góma. Mér sýnist tillögur ykkar í VG vera afar líkar því sem Jóhann Ársælsson hefur verið að leggja til í þeim hóp. Þetta er mál sem verður að taka til endurskoðunar hvort sem kvótagreifar vilja eða ekki, kerfið eins og það er stuðlar að fjármagnsflutningi úr greininni og sama má segja um (framsóknar)kvótann sem er við líði í landbúnaðinum, þ.e.a.s., sauðfjár og ekki síst mjólkurbúskapnum.

Ingimundur Bergmann, 21.4.2009 kl. 10:58

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæll Ingimundur. Um þetta getum verið alveg sammála.

Þórbergur Torfason, 21.4.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband