Rakalaus hræðsluáróður.

Frjálsar strandveiðar uppá heil 8.000 tonn eru nú þegar nánast búnar að rústa allri byggð á sunnanverðum Vestfjörðum og það meira að segja áður en nokkur hefur rennt færi.

Hefur nokkur Íslendingur í sögu kvótasettra fiskveiða við Ísland séð aðra eins hræðilega útreið og þarna er þegar orðin. Ekki man ég lengur hvað þurfti að segja mörgum upp á Bíldudal þegar þorskkvótinn var skorinn niður um 60.000 tonn fyrir aðeins nokkrum misserum. Miðað við allan þennan mannfjölda sem missir vinnuna nú, geta varla verið fleiri en 4 íbúar eftir í plássinu.

Skyldu þeir ALLIR kjósa Einar Kristinn Guðfinnsson?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband