7.2.2009 | 03:27
Opinber og OPINBER!
Já kallauminginn, orðinn berstrípaður á toppnum.
Ef ég skil umræðuna rétt, er Kaupa-Pétur að rembast við að verja einn af þremur bankastjórum Seðlabanka. Honum er alveg sama um hina þá eða hvað? Hvers vegna er þetta fruss og tafs út úr ræðumönnum sjálfstæðismanna í þinginu núna. Þetta sá maður aldrei fyrir stjórnarskiptin. Nú liggur allt í einu svo mikið við að nauðsynlegt er að beita málþófi Davíð Oddssyni til varnar. Maður verður mjög hugsi yfir þessum óskapa látum þótt þurfi að víkja einum ónothæfum starfsmanni frá. Þetta er sífellt að gerast hér og þar um víða veröld.
Ég held að óhætt sé að fullyrða að aldrei á sögulegum tíma, hafi nein persóna orðið eins mikill örlagavaldur íslensku þjóðarinnar og Davíð Oddsson. En þetta var útúrdúr.
Kannske er þó Davíð ekki eins slæmur starfsmaður og sumum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fannst meðan plussið gældi við rasskinnarnar. Allavega vörðu og verja sumir hann eins og hann sé þeirra einkabarn og hafi aldrei gert neitt misjafnt. Hlálegt að heyra eftir stjórnarskiptin hvað margir þingmenn íhalds höfðu boðið höfuð Davís í skiptum fyrir plussið undir rassgatið.
Ef til vill var Davíð góður verkstjóri yfir tindátum sínum í Sjálfstæðisflokknum, en að sama skapi hefur hann ekki þótt jafngóður verkstjóri yfir þúsund-og fimmþúsundköllum landsmanna.
Það er auðvitað alltaf matsatriði hvað eigendum bréfpeninga finnst um afdrif síns fjár, en þó er eins og einhvernveginn sé vaxandi meðvitund með þjóðinni að betur hefði mátt fara með seðlabúntin sem voru orðin til, öllum að óvörum "nema sjálfskipuðum fjármálasnillingum" sem fengu ómæld seðlabúnt á mörgum færiböndum, mánuðum saman út úr gömlu ríkisbönkunum og svo þegar þeir voru þurrausnir, út úr Seðlabanka Íslands.
Athugið það að þeir eru enn að senda skjalaskot þvers og kruss um víða veröld í leit að tryggum felustöðum fyrir óheilbrigð undanskot.
Hver var gjaldkeri bankanna þessa daga sem útfallið varaði? Það er augljóst að það var sá sem stjórnaði bögglauppboðinu á gömlu ríkisbönkunum og útbjó síðan lagarörið sem gerði skyttum framsóknar og íhalds kleift að þeyta skjalavöndlum hist og her um heiminn, þveran og endilangan. Öllum að óvörum situr hann enn jafnvel þó stór hluti tindáta íhalds í þinginu vilji og hafi lengi lýst því yfir að þau vilji hann burt. Vandinn er sá að Hrókurinn hefur eitthvað illyrmislegt tak á sumum þessara titta sem verja hann með kjafti og klóm. Sú vörn er orðin þjóðinni svo fokdýr að ekki verður við unað.
Hver samdi og samþykkti þau lög sem þarna áttu að gilda?
Það er svo morgunljóst sem sólin kemur upp að morgni, að Kaupa-Pétur var fyrstur manna til að samþykkja alla heilu vitleysuna. Lækkun bindiskyldu, sjónhverfingar með gjaldeyrisvarasjóð og auðvitað var Kaupa-Pétur einn aðal hvatamaður að því að samþykkja þessi hryðjuverkalög yfir almenning í þessu landi. Undan því getur hann aldrei vikist.
Ég vil aðeins gera grein fyrir nafnbótinni Kaupa-Pétur.
Kaupþing var fyrirtæki sem höndlaði með allskyns pappíra hér fyrir margt löngu. Mér eru minnisstæðir tveir sjóðir með sama nafni, aðgreindir með númerum 1 og 2. Ef ég man rétt, var þetta kallaður verðbréfasjóður Kaupþings. (Ég vona a ég muni nöfnin rétt.) Áramótaglaðningar viðskiptavina Kaupþings Péturs voru alla jafnan þau sömu. "Því miður var neikvæð ávöxtun á ?????? sjóði árið ???? Inneign þín er ?????? eftir atvikum eftir því hvað hver og einn lagði í hítina. Svo langt man ég að miðað við 10.000 kr. greiðslu á mán. í 12 mán.=120.000 á ári, var inneign viðkomandi heilar 100.500.- kr og jafnvel þaðan af minna. Pétur hafði samt himinháar tekjur sjálfur, svo háar að hann treystir sér til að lifa af 25.000.- kr. launum á mánuði.
Og svo er Kaupa-Pétur froðufellandi í ræðustól Alþingis, röflandi, já ég segi röflandi yfir því að halelújakór Valhallar skuli ekki vera stærri og háværari en raun ber vitni, verjandi málstaðinn, verjandi Kaptein Krók.
Það skondnasta við allt þetta er síðan fyrirsögn fréttarinnar. Ég segi bara Hahaha hvernig getur Pétur Blöndal lagst svona lágt.
Kaupa-Pétur: Tími Davíðs, tími nýfrjálshyggju, tími einkavinaplotts, tími höfðingjapólitíkur á Íslandi er liðinn. Að sinni í það minnsta og vonandi um ókomna tíð.
![]() |
Pétur Blöndal ákallar Ögmund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2009 | 09:40
Hvað lengi gengur það?
Hvenær ætli menn vakni og reyni að reka sín fyrirtæki á eigin verðleikum en ekki á lánsfé fengnu á misgáfulegum forsendum.
Það hlýtur að vera prinsip atriði að reka sitt fyrirtæki af eigin hagnaði en ekki af lánsfé með von um gengishagnað.
![]() |
Baugur á leið í greiðslustöðvun? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2009 | 11:04
Fjárskaðar!
Framsóknarflokkurinn er eins og riðveikin. Óþekktur sjúkdómur sem leggst á ákveðna spendýrategund. Alveg er sama hvað og hvar er skorið niður, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngukerfið, sauðfjárstofna, alltaf gýs þessi óværa upp aftur. Það er að segja riðuveikin.
Sama má segja um Framsóknarflokkinn. Nú sé ég í Fréttablaðinu að komið er Nýtt líf, Dalalíf og meira að segja Löggulíf í hann. Það á ekki af honum að ganga vesalingnum Framsóknarflokknum ekki Þráni hann er vonandi sjálfráður gerða sinna, nema hann hafi hlotið bakþankastyrk úr samvinnusjóðnum sem er jú aldrei að vita. Einhversstaðar er allavega sjóður upp á 30 milljarða. Ég hélt að öllum mætti ljóst vera að þegar sjúkleikinn er kominn á svo hátt stig eins og hrjáir Framsóknarflokkinn, væri líknardauði besti kosturinn. Ný ríkisstjórn er ekki öfundsverð að þurfa að sitja og standa eins og tilskipanir frá samvinnusjóðnum, S og Keri og hvað nú öll þessi efni í þeirri súpu heita, að ég tali nú ekki um Kögun.