Fjárskaðar!

Framsóknarflokkurinn er eins og riðveikin. Óþekktur sjúkdómur sem leggst á ákveðna spendýrategund. Alveg er sama hvað og hvar er skorið niður, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngukerfið, sauðfjárstofna, alltaf gýs þessi óværa upp aftur. Það er að segja riðuveikin.

Sama má segja um Framsóknarflokkinn. Nú sé ég í Fréttablaðinu að komið er “Nýtt líf, Dalalíf og meira að segja Löggulíf í hann”. Það á ekki af honum að ganga vesalingnum “Framsóknarflokknum” ekki Þráni hann er vonandi sjálfráður gerða sinna, nema hann hafi hlotið “bakþankastyrk” úr samvinnusjóðnum sem er jú aldrei að vita. Einhversstaðar er allavega sjóður upp á 30 milljarða. Ég hélt að öllum mætti ljóst vera að þegar sjúkleikinn er kominn á svo hátt stig eins og hrjáir Framsóknarflokkinn, væri líknardauði besti kosturinn. Ný ríkisstjórn er ekki öfundsverð að þurfa að sitja og standa eins og tilskipanir frá samvinnusjóðnum, S og Keri og hvað nú öll þessi efni í þeirri súpu heita, að ég tali nú ekki um Kögun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góður!!!

Haraldur Bjarnason, 5.2.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband