24.6.2009 | 19:40
Réttum af kúrsinn.
Við skulum taka rétta stefnu strax í upphafi. Við getum ekki horft uppá að ellilífeyrisþegar og öryrkjar séu látnir taka þátt í að halda uppí storminn. Við sem höfum afl og getu verðum að taka að okkur að halda um stýrið.
Við verðum að taka á okkur auknar álögur í formi tekjuskatts umfram allt. Það er betra að byrja strax og geta þá frekar slakað á fyrr ef stætt verður heldur en að draga þennan óskapnað yfir þá sem síst skyldi þ.e. aldraða og öryrkja. Förum með hátekjuskattinn niður í 450.000.-
Svo verðum við bara að vona að íhaldið og framsókn lognist endanlega útaf eins og allt bendir til.
![]() |
Stöðugleikasáttmála ógnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2009 | 00:53
Kornið sem fyllir mælinn.
Nú er nóg komið. Nú er orðið tímabært að fækka þessu þjófahyski á götunum. Hvar í andskotanum endar þessi fíflagangur eiginlega. N1, Sjóvá, hvað næst?
Eru engin takmörk fyrir því hvað bjóða á þessari vesalings þjóð. Vilhjálmur Þ og Guðlaugur Þór, Gunnar Birgisson og allur framsóknarflokkurinn í Kópavogi hver einasti kjósandi hans þar
Hvar í ósköpunum endar þetta. Kristján Þór á tvöföldum launum og Þráinn Bertelsson einnig.
Svo er bara skorið undan öryrkjum og ellilífeyrisþegum. Það er skiljanlegt með ellilífeyrisþegana þeir ólu okkur náttúrlega svona illa upp að við erum siðblind og erum illa haldin af spilafíkn. En öryrkjar. Halló eru engin takmörk fyrir hugmyndaauðginu?
![]() |
Rifta kaupum á húsi í Macau |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2009 | 17:34
Ríkidæmi skortir ekki.
![]() |
58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2009 | 22:40
Ófyrirséð kostnaðarhlutdeild Jóns við bankahrunið.
Það er erfitt að átta sig á hvers vegna óvissan er svona mikil. Hvers vegna er svona mikilvægt að endurfjármagna þessa banka?
Það er alveg ljóst að mestu mistökin felast í því að reyna að halda bönkunum opnum. Einfaldast, ódýrast og skilvirkast hefði verið að innsigla þessa banka jafnóðum og þeir hrundu, hleypa ekki neinum starfsmönnum þar inn heldur ná að rannsaka bókhaldið í ró og næði með þar til færu fólki.
Víðsvegar um landið eru reknir sparisjóðir sem geta gagnast okkur fullkomlega og hefði ekki orðið nándar nærri eins dýrt að styrkja til verksins af ríkinu eins og að halda bönkunum gangandi auk þess sem það hlýtur að reynast snúið að halda gömlu og nýju aðskildu innan veggja bankanna þar sem starfsfólkið er að mestu síðan fyrir hrun.
![]() |
Þyngri róður en áætlað var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |