Ófyrirséð kostnaðarhlutdeild Jóns við bankahrunið.

Það er erfitt að átta sig á hvers vegna óvissan er svona mikil. Hvers vegna er svona mikilvægt að endurfjármagna þessa banka?

Það er alveg ljóst að mestu mistökin felast í því að reyna að halda bönkunum opnum. Einfaldast, ódýrast og skilvirkast hefði verið að innsigla þessa banka jafnóðum og þeir hrundu, hleypa ekki neinum starfsmönnum þar inn heldur ná að rannsaka bókhaldið í ró og næði með þar til færu fólki. 

Víðsvegar um landið eru reknir sparisjóðir sem geta gagnast okkur fullkomlega og hefði ekki orðið nándar nærri eins dýrt að styrkja til verksins af ríkinu eins og að halda bönkunum gangandi auk þess sem það hlýtur að reynast snúið að halda gömlu og nýju aðskildu innan veggja bankanna þar sem starfsfólkið er að mestu síðan fyrir hrun.

 


mbl.is Þyngri róður en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er mjög mikilvægt að efnahagsreikningur bankanna verði sem minnstur, helst ekki stærri en innlán hvers banka.  Núverandi stjórnendur bankana hafa komið þeim á hausinn einu sinni og er fyllilega treystandi til þessa að gera það aftur með glans. 

Þessvegna er svo mikilvægt að hafa efnahagsreikninga bankana sem minnsta þ.a.  ekki sé verið að gefa þessum viðvaningum sem stjórna bönkunum, óþarflega langt reipi til þess að hengja sig í.

Þar að auki mun það lágmarka fjárútlát  ríkisins við endurfjármögnun bankanna

Guðmundur Pétursson, 2.6.2009 kl. 23:01

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Guðmundur. Það er tæplega hægt að tala um viðvaninga þar sem t.d. Ásmundur Stefánsson er annars vegar. Þar fer maður með mikla reynslu og þekkingu á þjóðmálum.

Ég hallast helst að því að hagkerfið okkar þoli engan veginn upprisu þessara banka. Þess vegna hljóti það að hafa verið mistök í byrjun að reyna að reisa þá við.

Einfaldleikinn er alltaf bestur, lok, lok og læs. Enga tilraunastarfsemi með AGS. Verum Íslendingar áfram á okkar forsendum.

Þórbergur Torfason, 2.6.2009 kl. 23:06

3 identicon

Þórbergur- þeir sem Agnes Bragadóttir talar um í grein sinni síðastliðinn sunnudag í mbl, um átökin í fyrirtækinu Soffanías Ceselsson í Grundarfirði,svokallaðir "viðskiptastjórar"eru þeir sem voru á bónusum við að blekkja viðskiptavini "gömlu" bankanna í allskyns vafasöm viðskipti,þessir menn létu stjórnast af græðgi og enn eru þeir að störfum,nú eru þeir bara að ganga að fólkinu sem þeir blekktu,ætlast er til að við,almenningur förum bónleið til þeirra manna sem komu okkur í þá stöðu sem við erum í dag, varla geta þeir verið hvítþvegnir við nokkrar nafnabreytingar og kennitöluflakk sömu banka og þeir voru hjá.

...svo ég segji látum helvítin fara á hausinn í eitt skipti fyrir allt.við ættum að geta notast við sparisjóðina og boðið færeyja bankann velkominn,því ekki getum við treyst okkar "besta" fólki, sem allt var komið til starfa í "gömlu" bönkunum.þar voru viðskiptafræðingar,lögfræðingar,verkfræðingar og fleiri svo ekki vantaði að við hefðum ekki farið faglega að því að keyra hér allt til andskotans.

zappa (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband