Heil stétt í ógöngum.

Hvernig stendur á þessu? Hvernig ætli bankaflokkarnir tækli þetta vandamál í kosningabaráttunni? Væntanlega spila þeir út því trompi að ekki seinna en 1. september næstkomandi skuli nýju ríkisbankarnir vera komnir í einkaeigu svo hægt sé að bjóða bændum vildarkjör og seðlabúnt gefins, álver skuli rísa á hverjum sveitabæ, svo sé auðvitað hægt að stofna fasteignafélag um hús og híbýli. Í raun og veru stöndum við frammi fyrir því að bændastéttin komist í þrot og sjái sér ekki annað fært en að taka undir söng einstakra ESB kórsins. Það má aldrei verða. Merkilegt að þessir slúbertar hjá íhaldinu skuli ekki þiggja það að draga sig í hlé og bjóða ekki fram í komandi kosningum. Nei frekar bjóða þeir upp á 20-30% atvinnuleysi og ekkert uppgjör við spilasjúklingana.
mbl.is Bankinn kaupir fóðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB viðhlægjendur.

Ekki veit ég hvað þessi sendinefnd taldi marga hausa en svo mikið veit ég að ferðin var kostnaðarsöm fyrir þjóðina. Ég vil fá birt hver kostnaðurinn var við þessa sendiför, kostnaður á hvern og einn í nefndinni. Það er algert lágmark að við getum, í fyrsta lagi áttað okkur á hvað það muni kosta þjóðina að hafa hóp fólks langdvölum í Brussel í viðræðum um jafnmikið fánýti og ESB. Við verðum að geta metið alla kosti og galla þessara viðræðna á öllum stigum. Ég hef alltaf haft þá skoðun að við eigum að stilla þessu þannig upp að ef ESB vill eitthvað við okkur ræða, geti þeir skotist yfir sundið til okkar. Hér er gott að vera og okkur vantar gjaldeyri svo veri þeir velkomnir sem flestir sem lengst. Eftir bröltið í kringum öryggisráðið er manni alveg nóg boðið. Þar endaði kostnaðurinn yfir einum milljarði með hlálegum árangri. Það væri reyndar ekki úr vegi að þar yrðu allar kostnaðartölur lagðar á borðið.


mbl.is Þreyta í stækkun ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í rétta átt.

VG. er á bullandi siglingu samkvæmt skoðanakönnunum. Það er dálítið sérkennilegt að hlusta á málflutning íhaldsins í varnarræðum um stjórnarskrármálið. Kristján Þór Júlíusson nefnir það að hann hafi svarið þess eið þegar hann fór á þing, að haga sér ekki eins og fífl þar. Ásbjörn Óttarsson er á Hrafnaþingi að tala um að ákvæðið um auðlindir þjóðarinnar sé aukaatriði. Hann segir að ekki skipti neinu máli hvort það ákvæði sé samþykkt í dag, eftir þrjá mánuði eða 3 ár. Þá spyr maður, hvaða forsendur eru þá fyrir því hjá íhaldinu að teygja lopann og beita endalausu málþófi? Þar getur bara verið eitt sjónarmið uppi. Þeir stefna að því að misnota aðstöðu sína ef þeir ná svo langt og nota auðlindirnar sem skiptimynt fyrir eigin skuldum eftir hallareksturinn við pókerborðið undanfarin ár.
mbl.is VG í sókn - Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brostnar vonir?

Vesalings manngarmurinn. Hvar hefur hann eiginlega verið undanfarinn áratug? Von að hann sé aumur í lófunum eftir allt klappið og enn með viprur í munnvikum eftir að hafa engst um af hlátri yfir snilldar líkræðu Davíðs Krists Oddsonar á landsfundinum um helgina.

Manni verður ósjálfrátt hugsað til þess unga fólks sem erfa mun þetta land ef slíkir sofandi sauðir sem Bjarni Ben bjóða sig fram til annarra starfa en að mæla göturnar í framtíðinni.

Ja mætti ég þá frekar biðja bara um ESB.


mbl.is Ekki hörð frjálshyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Addi sterkur einstaklingur.

En ákaflega veikur leiðtogi.

Ég spái því að Addi verði orðinn, ef hann kemst svo langt, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vorið 2010. Þá munu Sjálfstæðismenn geta hampað 2 þingmönnum í Norðvest.


mbl.is Ná fólki frá okkur með mútum eða öðru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímamótaræða þreytts gamalmennis.

Það var mjög fróðlegt að hlýða á ræðu fyrrum formanns stjórnar Seðlabanka Íslands. Mér fannst góður punktur hjá honnum þegar hann líkti sjálfum sér við Krist á krossinum með félaga hvorn við sína hlið. Hann gleymdi hinsvega alveg að láta fylgja að þeir voru líka ræningjar eins og félagar hans.

Ræða gamla mannsins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins bar öll keim af því að þar færi aldurhniginn bardagamaður að þrotum kominn, bæði í rökum og þreki.

Vesaling gamalmennið. Honum er vorkunn. Hann uppsker eins og hann hefur sáð nema hann fær full drjúg eftirlaun.


Sigmundur með moðsuðu.

Aumingja gamli Framsóknarflokkurinn er kominn í þá verstu tilvistarkreppu sem pólitískt afl getur komist í. Fékk Búnaðarbankann fyrir nánast ekkert, búinn að klúðra honum ásamt öllu sem fylgdi og "fylgja bar" eða þannig og hélt sig búinn að höndla "andlit út á við", andlit sem er þó ekki ókunnugra en það að jafnvel yngstu menn muna ennþá þegar föður hans var færð ratsjárstofnun fyrir ekkert.

Nei Framsókn er og verður alltaf Framsókn. Það kemur gleggst fram í þeirri skoðun nýja formannsins að hann ætlar að vera bæði með og á móti ríkisstjórninni.

Það tekst engum nema gamla Framsóknarrörinu sem búið er að taka blindnippilinn úr báðum endum.


mbl.is Þolinmæði framsóknarmanna þrotin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hornótt kerling á breytingaskeiðinu.

Skelfilega hlýtur að vera erfitt að eldast og úreldast. Mikið er ég lánsamur maður að hafa aldrei orðið formaður þessa klappliðs.
mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðvun hvalveiða.

Það mun þurfa mjög gild rök fyrir því að hverfa frá hvalveiðum í framtíðinni.
mbl.is Vilja stöðva hvalveiðar á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stolin hugmynd.

Sjálfstæðismenn hafa löngum verið öflugir við að finna upp hvert hjólið á fætur öðru. Ekki skirrast þeir við frekar en fyrr að kenna sér hinar ýmsu hugmyndir og ekki hvarflar að þeim að feðra þessa hugmynd eins og allir sæmilega heiðarlegir menn mundu gera.

Annað mál mikið skemmtilegra.

Komandi helgi ætla bridge spilarar að leggja undir sig Þórbergssetur. Þar á að spila tvímenning og éta saltað hrossakjöt. Við ætlum að byrja að spila á laugardag kl. 16:00 og svo á sunnudag um kl. 11:00. Það er enn nóg pláss fyrir þá sem vilja, hvort sem er spila og éta eða bara éta með okkur saltað hrossakjöt á laugardagskvöldið.


mbl.is Bjarni Ben: Við viljum vera fyrir utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband