19.1.2009 | 23:35
Úrslit liggja fyrir.
Nei ég ætla ekkert að gefa út á það hvaða skoðun ég hef á honum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hann tók þá ákvörðun að stinga höfðinu í gin ljónsins, sem reyndar er orðið tannlaust og hálfblint. Einhverjir vonast til að Sigmundur verki eins og sterasprauta á flokkinn og eflaust gerir hann það. Þetta er ungur og gr--- meina öflugur maður með allavega ennþá, sjálfsálitið í lagi. Ég hef ekki nennt að setja mig inn í umfjöllun dagsins svo ég veit ekkert hvað aðrir segja um þennan gjörning en mín skoðun er sú að klíkan hafi verið helst til fljót á sér að skipta um formann í miðri talningu. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar forræðið er tekið af fullvalda fólki með lítið skerta greind.
Ég bara segi svona!!
19.1.2009 | 15:40
Herða sultarólina greyin.
Bara þokkaleg byrjun ef þetta er eftir skatta. Annars er ég mjög smeykur um að þessi tala sé brúttó.
Nauðsynlegt að Sturla upplýsi um hvort er.
![]() |
Alþingi lækkar kostnað sinn um 215 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |