Verð fjarverandi.

Ekki vegna veikinda heldur vegna þess, að í æsku nennti ég ekki að vakna í vinnu á morgnanna svo ég tók það til bragðs að ráða mig í vinnu þar sem ég gæti sofið á vinnustaðnum. fyrir valinu varð úthafsaldan og enn vaggar hún mér af og til. Ég er sem sagt að fara til sjós, tímabundið reyndar en verð engu að síður nokkra daga. Á meðan bið ég ykkur lesendur góðir að skrifa ekki rætið, ekki niðurlægjandi og alls ekki illa um mig. Ég á það bara ekki skilið. Ekki rændi ég banka, ekki skildi ég við þessa ríkisstjórn, ekki var það ég sem fann upp snillinginn Davíð Oddsson sem nú virðist vera einhver mesti örlagavaldur sögu Íslands síðan land byggðist.

Hafið hugfast að það fá ekki allir þegnar þessa lands feita starfslokasmninga. (afsakið meðan ég æli) Flestir þurfa að vinna fyrir sé á heiðarlegan hátt. Gleymum því ekki.


Slapp fyrir horn.

Þar bjargaði Geir mér alveg.

Ég sem sagt þarf ekki að standa aleinn fyrir utan gamlakaupfélagið á Hafnarbrautinni með mótmælaspjaldið mitt. Ég skulda Geir greiða. Ég gæti til dæmis farið með skilaboð fyrir hann til Davíðs ef hann þorir ekki að fara sjálfur.


Já ok. samstöðumótmæli.

Hér á Hornafirði hefur ekki verið efnt til samstöðumótmæla enn sem komið er. Ástæðan er ekki einföld en heldur ekki flókin. Ég er bara ekki viss um að nokkrum Hornfirðingi hafi dottið það í hug. Jú einn af upphafsmönnum hringavitleysunnar er uppalinn hér við Hafnarbrautina og kannske er það þess vegna sem látið er kyrrt liggja. Og þó hver veit nema langlundargeði Hornfirðinga verði ógnað innan skamms. Allavega veit ég fyrir víst að yfirstrumpur Seðlabankans yrði ekki grátinn þótt hann fyki úr embætti. Sama mætti segja um þá hina báða sem bera titilinn Seðlabankastjórar. Eins er mér til efs að Hornfirðingar mundu yfirleitt gráta nokkurn þann sem nú vermir ráðherrastól.

Þó er eitt dálítið merkilegt hér um slóðir. Hér er til fólk sem heldur með sínum stjórnmálaflokki eins og alþekkt er að menn haldi með sínu liði í ensku deildinni. Alveg sama hversu lélegur framkvæmdastjóti er ráðinn (formaður) alveg sama hve lélegur framherji er keyptur (þingmannsefni)alltaf skal krossað við sinn staf í kosningum.

Af þessu má sjá að tæplega er von á öflugri mötmælasamstöðu hér.

Hins vegar á ég von á mjög öflugri hrossakjötsveislu í Þórbergssetri að kvöldi 28. mars. Þá ætlum við nefnilega að halda okkar árlega briddsmót sem kennt er við föður okkar Halasystkyna Torfa Steinþórsson og haldið til minningar um hann. Við ætlum að spila laugardaginn 28. mars og éta svo hrossakjöt um kvöldið. Síðan ætlum við líka að spila sunnudaginn 29. mars og á ég von á verulegri þáttöku. Næg gisting er í Suðursveit og nóg til af spilastokkum og sagnabökkum svo enginn þarf að velkjast í vafa um móttökurnar. Svo er bara að mæta.

Því get ég lofað ykkur að ef ríkisstjórnin verður ekki farin frá þegar spilað verður, skulu verða samstöðumótmæli fyrir utan gamla kaupfélagið við Hafnarbrautina þó ég þurfi að standa þar einn. Dagsetning ákveðin síðar. Þessu er lofað í anda ríkisstjórnarinnar.


Bloggfærslur 26. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband