Já ok. samstöðumótmæli.

Hér á Hornafirði hefur ekki verið efnt til samstöðumótmæla enn sem komið er. Ástæðan er ekki einföld en heldur ekki flókin. Ég er bara ekki viss um að nokkrum Hornfirðingi hafi dottið það í hug. Jú einn af upphafsmönnum hringavitleysunnar er uppalinn hér við Hafnarbrautina og kannske er það þess vegna sem látið er kyrrt liggja. Og þó hver veit nema langlundargeði Hornfirðinga verði ógnað innan skamms. Allavega veit ég fyrir víst að yfirstrumpur Seðlabankans yrði ekki grátinn þótt hann fyki úr embætti. Sama mætti segja um þá hina báða sem bera titilinn Seðlabankastjórar. Eins er mér til efs að Hornfirðingar mundu yfirleitt gráta nokkurn þann sem nú vermir ráðherrastól.

Þó er eitt dálítið merkilegt hér um slóðir. Hér er til fólk sem heldur með sínum stjórnmálaflokki eins og alþekkt er að menn haldi með sínu liði í ensku deildinni. Alveg sama hversu lélegur framkvæmdastjóti er ráðinn (formaður) alveg sama hve lélegur framherji er keyptur (þingmannsefni)alltaf skal krossað við sinn staf í kosningum.

Af þessu má sjá að tæplega er von á öflugri mötmælasamstöðu hér.

Hins vegar á ég von á mjög öflugri hrossakjötsveislu í Þórbergssetri að kvöldi 28. mars. Þá ætlum við nefnilega að halda okkar árlega briddsmót sem kennt er við föður okkar Halasystkyna Torfa Steinþórsson og haldið til minningar um hann. Við ætlum að spila laugardaginn 28. mars og éta svo hrossakjöt um kvöldið. Síðan ætlum við líka að spila sunnudaginn 29. mars og á ég von á verulegri þáttöku. Næg gisting er í Suðursveit og nóg til af spilastokkum og sagnabökkum svo enginn þarf að velkjast í vafa um móttökurnar. Svo er bara að mæta.

Því get ég lofað ykkur að ef ríkisstjórnin verður ekki farin frá þegar spilað verður, skulu verða samstöðumótmæli fyrir utan gamla kaupfélagið við Hafnarbrautina þó ég þurfi að standa þar einn. Dagsetning ákveðin síðar. Þessu er lofað í anda ríkisstjórnarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehe....

Ég hef einu sinni spilað bridds! Við það tækifæri sagði annar af mínum mótherjum: Innrætið er útlitinu verra og er hún þó með ófríðari konum......

Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 11:15

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég held að hann hafi bara verið svona tapsár!

Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 11:15

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það er öllum velkomið að mæta. Þarna verða allir styrkleikaflokkar en fyrst og fremst verður góða skapið í hávegum haft.

Hrönn, vertu velkomin ef þú hefur áhuga.

Þórbergur Torfason, 26.1.2009 kl. 22:05

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ja tjah.... það var þetta með góða skapið..... ég reyni nú alltaf að ferðast létt!

Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband