27.1.2009 | 00:35
Svo mörg vor þau orð.
Hörð skoðanaskipti milli íhalds og krata eru frekar til þess fallin að rýra möguleikann á þjóðstjórn heldur en skammarræður Steingríms sjálfs úr ræðustóli Alþingis undanfarin kjörtímabil. Er Steingrímur þarna að benda á að orð hans vegi mikið minna en orð annarra stjórnmálamanna eða er Steingrímur að segja að honum leyfist að gagnrýna en öðrum ekki.
Þjóðstjórn er og verður í nánustu framtíð ein allsherjar þvæla. Íhald fársjúkt, Samfylking dauðvona, Framsókn handstýrt af flokkseigendunum, Frjálslyndir týndir, og Vinstri Grænir komnir í ystu þolmörk. Sko ég er ekki að vísa í veikindi formanna flokkanna, ég er einfaldlega að lýsa skoðun minni á ástandinu.
Ég vil utanþingsstjórn til 30-45 daga. Kosið verði um miðjan mars skilyrðislaust. Ekkert beðið eftir landsfundum eða öðrum sellusamkomum. Bara drífa kosningar af.
![]() |
VG leggur línurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2009 | 00:04
Aumingja Össur!
Segir að nafn Jóhönnu Sig hafi ekki verið að koma upp í dag. annað segir Jóhanna sjálf nema að hún hafi bara átt að poppa upp svona eins og andinn í lampanum og þá í líki forsætisráðherra. Dæmalaust djöfuls bullið í þessu samfylkingarliði.
Ég trúi því að Jóhanna sé að fara með sannleikann. Þá þýðir það að Össur og Ingibjörg Sólrún bulla tóma steypu eins og þau hafa átt vanda til áður.
Óvirðing við þjóðina, dómgreindarskortur, skynvillur. Nefndu það bara. Leggjast svo lágt að standa í þvargi við fyrrum smabúðaraðila í stjórnarráðinu um einhvern tittlingaskít.