17.2.2009 | 17:03
Það sem koma skal.
Þetta mun virka mjög hvetjandi fyrir fólk að mæta á kjörstað og raða sjálft upp sínum óskalista.
![]() |
Persónukjör í kosningunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2009 | 00:43
Viðskiptafræðingar og aðrir með Háskólamenntun.
Hvernig stendur á því að háskólagengið fólk hefur svona mismunandi skoðanir og fær svona mismunandi niðurstöður varðandi bankahrunið. Í kastljósi RUV í kvöld var hvorki meira né minna en prófessor í viðtali. Hans niðurstaða er reyndar mjög ótrúverðug. Lán sem búið er að taka liggur inni í seðlabanka Bandaríkjanna og safnar þar vöxtum. (Ekki vaxtaskuldum takið eftir.) Hefur einhver tekið lán og haft af því vaxtatekjur. Þarfnast betri skýringa. Það sem mér finnst ótrúverðast er að þegar þessir langskólagengnu spékúlantar birt einhverjar niðurstöður í formi talna, er allt rúnnað af í milljörðum króna. Andskoti finnst mér ótrúlegt að allar skuldir, hvar sem þeirra hefur verið aflað, skuli enda með, ekki minna en 9 núllum. Af hverju í ósköpunum? Niðurstöður sem þessar virka mjög villandi og ótrúverðugar. Örugglega er einhver nálgun í öllum þessum núllum en við sem handfjötlum einungis þúsundir en ekki einu sinni milljónir, skiljum hreinlega ekki þessi núllaflóð.
![]() |
Erlendar skuldir þjóðinni ofviða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |