Viðskiptafræðingar og aðrir með Háskólamenntun.

Hvernig stendur á því að háskólagengið fólk hefur svona mismunandi skoðanir og fær svona mismunandi niðurstöður varðandi bankahrunið. Í kastljósi RUV í kvöld var hvorki meira né minna en prófessor í viðtali. Hans niðurstaða er reyndar mjög ótrúverðug. Lán sem búið er að taka liggur inni í seðlabanka Bandaríkjanna og safnar þar vöxtum. (Ekki vaxtaskuldum takið eftir.) Hefur einhver tekið lán og haft af því vaxtatekjur. Þarfnast betri skýringa. Það sem mér finnst ótrúverðast er að þegar þessir langskólagengnu spékúlantar birt einhverjar niðurstöður í formi talna, er allt rúnnað af í milljörðum króna. Andskoti finnst mér ótrúlegt að allar skuldir, hvar sem þeirra hefur verið aflað, skuli enda með, ekki minna en 9 núllum. Af hverju í ósköpunum? Niðurstöður sem þessar virka mjög villandi og ótrúverðugar. Örugglega er einhver nálgun í öllum þessum núllum en við sem handfjötlum einungis þúsundir en ekki einu sinni milljónir, skiljum hreinlega ekki þessi núllaflóð.
mbl.is Erlendar skuldir þjóðinni ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sama hversu mörg núll eru til staðar. Það þarf engan hagfræðing til að sjá að við getum ekki borgað allar þessar skuldir. Einfaldlega er íslenska þjóðin búin að ræða það heima í stofu að þetta gengur aldrei upp. Við erum búin að koma okkur flest svo djúpt í skuldafen að það verður alveg nóg að reyna að komast út úr því. Ekki hægt að borga meira.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 01:07

2 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Það er mjög einföld ástæða fyrir því.

Hagfræði og viðskiptafræði eru ekki vísindi, þetta á meira skylt við heimspeki.

Björn Halldór Björnsson, 17.2.2009 kl. 01:37

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sigurður, ég geri mér grein fyrir því að tölurnar stækka eftir því sem núllunum fjölgar. Það sem veldur mér helst hugarangri er hvers vegna í andskotanum ber svona hrikalega mikið á milli hjá þessum spekingum. Þeir mæla umhverfi í milljörðum meðan við mælum okkar umhverfi í þúsundum. Milljarður upp eða niður og hver á að standa í skilum.

Er þetta ekki einhver skynvilla?

Þórbergur Torfason, 17.2.2009 kl. 02:22

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Björn; er þetta ekki mikið frekar í ætt við sjónhverfingar. Mér eru alltaf minnisstæð orð einhvers af þessum fræðingum í sjónvarpinu sem líkti greiningadeildum bankanna við auglýsingastofur. Ef betur er að gáð, stemmir sú greining reyndar alveg.

Þórbergur Torfason, 17.2.2009 kl. 02:30

5 identicon

Hér er aðallega verið að tala um mismunandi mat manna, t.d. á hvað við eigum eftir að fá eignir Landsbankans upp í IceSave, það á eftir að taka mörg ár að gera það og við vitum ekki hvernig ástandið í heiminum verður eftir 2-5 ár.

Hagfræði og viðskiptafræði, líkt og aðrar félagsvísindagreinar, fjalla að mestu leiti um hegðun fólks. Hvernig á fólk eftir að bregðast við þessum eða þessum atburðum, sem annað fólk skapar. Við vitum ekkert nákvæmlega hvað fólk ætlar að gera, það getur tekið upp á ýmsu þannig að allar forsendur fyrir framtíðarspám geta brostið. Það veit t.d. engin hvað allir eigendur jöklabréfanna eiga eftir að gera þegar þeim verður leyft að innleysa þau, það á eftir að hafa mikil áhrif á krónuna, hver viðbrögð þeirra verða, og sveiflur á krónunni hafa svo enn meiri áhrif á allt efnahagskerfið.

Svo er mikið af fólki að rugla saman nettó og brúttó skuldum, erlendum og innlendum skuldum. Skuldum ríkisins, heimilanna, fyrirtækja og svo heildarþjóðarskuldir. En ekkert af þessu er sami hluturinn.

Þannig að mér findist bara skrítið ef að fólk væri að komast að sömu niðurstöðu.

Bjöggi (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband