Ófyrirséð kostnaðarhlutdeild Jóns við bankahrunið.

Það er erfitt að átta sig á hvers vegna óvissan er svona mikil. Hvers vegna er svona mikilvægt að endurfjármagna þessa banka?

Það er alveg ljóst að mestu mistökin felast í því að reyna að halda bönkunum opnum. Einfaldast, ódýrast og skilvirkast hefði verið að innsigla þessa banka jafnóðum og þeir hrundu, hleypa ekki neinum starfsmönnum þar inn heldur ná að rannsaka bókhaldið í ró og næði með þar til færu fólki. 

Víðsvegar um landið eru reknir sparisjóðir sem geta gagnast okkur fullkomlega og hefði ekki orðið nándar nærri eins dýrt að styrkja til verksins af ríkinu eins og að halda bönkunum gangandi auk þess sem það hlýtur að reynast snúið að halda gömlu og nýju aðskildu innan veggja bankanna þar sem starfsfólkið er að mestu síðan fyrir hrun.

 


mbl.is Þyngri róður en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband