Sunnudagshugvekja.

Samkvæmt hádegisfréttum RUV eiga íslenskir rafmagnsgreiðendur von á glaðningi uppá 500.000.000.- fimmhundruð milljónir vegna klúðurs í græðgisæði þrælahaldaranna kringum Kárahnjúkavirkjun. Íslenskt mál geymir tæplega nógu sterk lýsingarorð yfir þessa skömm og niðurlægingu sem viðgengist hefur í kringum alla þessa framkvæmd. Ekki er nóg með að við þurfum að borga skatta innfluttra þræla uppi í Kárahnjúkum gegnum komandi rafmagnsreikninga, heldur bendir allt til þess að skaði ALCOA vegna tafa á afhendingu raforku frá þessum andapolli þarna uppfrá, kosti okkur í það minnsta 1.000.000.000.- einn milljarð í viðbót í formi hærra rafokuverðs. Ég vil benda á að hugsanlega er önnur leið út úr þessum ógöngum. Hún er sú að dýrtseldir eftirlaunaþegar hins opinbera, taki á sig þetta klúður og afsali sér svimandi háum eftirlaunum úr ríkissjóði. Þeim til hugarhægðar skal þeim bent á að það eru nokkrar lausar stöður hjá leikskólum Reykjavíkur en þar búa þeir langflestir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég held nú Bergur að þú ættir aðeins að líta í eigin barm.Voru það ekki meðal annars Suðursveitungar sem komu þessari, skömm og niðurlægingu  og virkjunaræði af stað sem þú og fleiri kallið svo.Ég veit ekki betur en byrjað hafi verið að virkja þar strax upp úr 1920.

Sigurgeir Jónsson, 23.9.2007 kl. 14:54

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Bíddu nú aðeins við Sigurgeir. Ekki ætlarðu að fara að líkja Helga á Fagurhólsmýri eða Skarphéðni á Vagnstöðum við það sem við upplifum í virkjanamálum í dag. Eitt er að hlaupa með eina ljósaperu milli perustæða vegna þess að ekki er orka fyrir fleiri perur í einu, annað er að kepast við að finna upp aðferð til að komast af án rafmagns í nútímanum til að þurfa ekki að greiða fyrir klúður Landsvirkjunar eða samningvisku nútíma hagfræðinga sem keppast við að kaupa sig í álit hjá alþjóðaauðhringum kenndum við álframleiðslu.

Nei Sigurgeir þetta heitir nú að rappa yfir sveitunga sína, það gerir maður ekki sér til gamans.

Þórbergur Torfason, 23.9.2007 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband