Yfirlýsing utanríkisráðherra.

Hvað er Ingibjörg utanríkisráðherra að upplýsa okkur um?

Með því að opna umræðu um leit í flugvélum sem brúkaðar eru til fangaflugs, er utanríkisráðherra að staðfesta þann grun minn að þessi för hafi hingað til fengið að koma og fara óáreitt um íslenska flugvelli. ég er verulega sleginn yfir þessari staðfestingu. Ég hef haldið í þá veiku von að mér skjátlaðist en því miður kemur á daginn að þarna erum við Íslendingar gersamlega að bregðast. Hvað veldur því að þessar flugvélar fá að lenda hér og fara aftur án afskipta til þess bærra eftirlitsaðila? Þar ráða líklega mjög annarleg sjónarmið vildarvina morðóðs pótintáta vestur í Ameríku. Manns sem hefur fleiri mannslíf á samviskunni en velflestir á sögulegum tíma. Verst er að mjög líklega hófust þessir manréttindabrotsfangaflutningar áður en hann reykti sína fyrstu jónu. Svo þá spyr maður. Hvaða yfirmaður tollyfirvalda á Íslandi tók þá ákvörðun að loka hinu sjáandi auga þegar þessir fólksflutningar hófust og setja það svo í sína pólitísku erfðaskrá að undir engum kringumstæðum mætti hrófla við þessu ákvæði?

Svo sannarlega vona ég að Ingibjörgu verði eitthvað ágengt í því sjálsagða máli að leitað sé á hefðbundinn hátt í ölum förum sem til landsins koma, bæði á sjó og landi og þá bæði að ólöglegum farmi og ólöglegum fólksflutningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband