1.11.2007 | 00:08
Verðlag:
Þegar ég heyrði í dag, verðsamráðsumræðuna á Rás 2, kom upp í hugann, fyrirsagnir á Moggablogginu. Kannske eru neytendur lamaðir eftir að hafa fengið þessar sorgarfréttir. Átrúnaðargoðin stunda svindl og svínarí.
Allavega mjög hljótt um verðlagsmál á blogginu.
Þeir viðmælendur sem þetta er haft eftir eru bæði fyrrverandi og núverandi starfsmenn Bónuss og Krónunnar. Það hefur örugglega verið mikið streymi starfsfólks hjá þessum verslunum og eins og gengur, hugsanlega eitthvað gengið á þegar starfslok hafa verið ákveðin hvorum megin sem sú ákvörðun hefur verið tekin. Hitt er annað mál að starfsfólk RUV hefur væntanlega kannað vandlega bakgrunn hvers viðmælanda, allavega þeirra sem haft er eftir í fréttum og auðvitað útsendum viðtölum.
Ég hjó eftir því að hjá Bónus er lögð áhersla á að hanna hillur með rafrænum verðmerkingum þar sem, með einum takka á tölvu er hægt að breyta samtímis hilluverði og verði í kassa. Sjálfsagt er mikil hagræðing í því að þurfa ekki að segja kassafólki allar 300-3000 verðbreytingar sem gerðar eru daglega, heldur kemur það sjálfkrafa í kassann. Þetta vekur samt upp tortryggni gagnvart því þegar eftirlit með verðlagi fer fram með vitund verðlagsstjórans í versluninni. Hann veit um verðkönnun sem er í gangi og með þessari tækni er hægt um vik að notfæra sér hana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.