Kynferðisafbrot.

Í þessum töluðum orðum, er umræða í kastljósi (endurtekið) um refsiramma kynferðisafbrotamanna. Ég gef mér að um sé að ræða fyrst og fremst, þá sem brjóta á börnum.

Ég sem faðir átta barna, hlýt að fagna því að reynt sé að finna einhverja vörn fyrir börnin sem skynja ekki öfuguggahugsanahátt fársjúkra. Bíddu aðeins þvílíkt fallegur söngur hjá Fífilbrekkukórnum.

Já, ég var að fjalla um kynferðisafbrotamenn. Er í raun og veru einhver von til þess að hægt sé að lækna menn af þess háttar hugsanahætti?

Ég sem faðir, tek fram að mér vitanlega, hafa mín börn ekki lent í þeim slæmu örlögum að hafa verið misnotuð kynferðislega.

Alveg sama hvernig allskyns sálfræðingar, afbrotafræðingar, fræðingar og fræðingar reyna að fletta þessari hræðilegu staðreynd. Ekki eitt einasta foreldri, mun geta byggt vírusvörn gegn öfuguggahætti sem barnaníðingar eru sýktir af.

Foreldrar. Ef grunur leikur á misnotkun, leitið aðstoðar eins og skot.

Bara grunur getur nagað þig í svo marga hluta, að þú getur ekki sinnt þinni uppeldisskyldu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Því miður er drjúgur hluti þessara brota framin af foreldrum á börnum sinum. Það eru ekki bara menn þarna úti.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.11.2007 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband