Fréttir RUV. kl.22:00

Þar kemur fram að Svandís Svavars hafi ákveðið að draga til baka umtöluðustu kæru ársins til þessa. Af hverju lætur borgarfulltrúinn ekki reyna á réttmæti kærunnar? Svarið blasir við þeim sem svo vilja við hafa. Einn fulltrúa meirihlutans er farinn að snúa uppá hendur hinna meirihlutafulltrúanna og hóta stjórnarslitum ef hróflað verði við auðjöfrum þeim sem réttilega hefur, fyrr verið getið í tengslum við þetta mál alltsaman, eða sem líklega er nær sanni, auðjöfrarnir eru farnir að snúa upp á bakið á borgarfulltrúanum sem meirihlutinn hangir á. Mikið er annars gaman að spá og spégúlera í svona samsæriskenningum. Þetta er nú reyndar allt upp úr mér í þetta sinn en hljómar trúlega. "Ekki satt".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kemur ekki á óvart að Svandís skyldi draga til baka kæruna,því miður.Lögfræðingur hennar,Ragnar Hall vinnur mikið með Gesti Jónssyni lögmanni,Gestur hefur kippt í spotta, Framsóknarfýlan liggur víða.

Jensen (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jensen. Fannstu framsóknarfýluna langa leið? Ég fann hana alla leið á Eskifjörð.

Þórbergur Torfason, 15.11.2007 kl. 22:58

3 identicon

Já hvort ég fann,minnir mig á loðnubræslufýluna,en þó er hún góð miðað við framsóknarfýluna.

Jensen (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 23:24

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Mín tilfinning er í þessa veru. Það er allsendis útilokað að lögfræðingur með málflutningsréttindi, sleppi skjólstæðingi sínum svo léttilega úr tekjulindinni að hann ráðleggi að láta mál niður falla.

Þarna er verið að vega að meirihlutasamstarfinu mað þumalskrúfum einhverra blankra pappírsauðkýfinga.

Þórbergur Torfason, 15.11.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband