Svo segir sagan.

Ég kann ekki við að kalla bók Guðna Ágústssonar ævisögu hann er nú ekki dauður enn. Svona bækur ættu að heita td. hluti af lífshlaupi mínu eða eitthvað í þá veru.

Hvað um það. Þessa bók eiga margir eftir að lesa það er næsta víst. Eitt finnst mér að Guðni þurfi að útskyra mikið betur. Hvers vegna var Halldóri það svo mikið kappsmál að kippa honum með sér út úr pólitíkinni? Meðan Guðni eða Haldór koma ekki með viðunandi skýringu, hljóta lesendur að hafa leyfi til að geta í eyðurnar.

Ástæðan blasir reyndar við. Kannske skilur Guðni hana ekki sjálfur en ekki er hún flókin. Hún er einfaldlega sú að Allan tíman sem þeir störfuðu saman sem formaður og varaformaður, stóð Halldór á tánum á Guðna, tilbúinn að snúa ef Guðna dytti í hug að reyna að þvælast fyrir þeim hópi flokksmanna framsóknarflokksins, Finni, Ólafi Ólafssyni og fleirum sem í óðaönn voru að sölsa undir sig eignir ríkisins fyrir lítið sem ekki neitt skíthræddur um að Guðna yrði eingverntíman hált á tungunni og kjaftaði frá eða hreinlega stöðvaði þennan ósóma.

Allir sem hafa fylgst með pólitíkinni undanfarin 15 ár, vita að Guðni hefur ekki verið sérlegur talsmaður einkavæðingar. Af hræðslu við að Guðni þvældist fyrir, fannst sjálftökuhópnum ótækt að hann yrði jafnvel í forsvari fyrir kommúnunni. Þess vegna var Halldóri svo mikið í mun að kippa Guðna með sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er ábyggilega hárrétt ályktun hjá þér Þórbergur.  Annars er þessi bók á óskalistanum, ásamt góðum slatta af öðrum.  Jólasveinninn gleymir mér samt æði oft, þ.e. ég held að hann ætlist til þess að ég sæki bókasöfn meira og betur en ég geri.

Kveðjur,

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 21:18

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er deginum ljósara að það MARGT sem Guðni þyrfti að útskýra fyrir landi og þjóð af öllum hans asna-prikum með og án Dóra. En notaben samt hef ég ekki enn lesið bókina

Páll Jóhannesson, 29.11.2007 kl. 23:48

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Takk fyrir innlitið. Mér finnst Guðni vera með þessi skilaboð þar sem hann fjallar um misklíð milli sín og annarra í forystunni.

Þórbergur Torfason, 30.11.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband