Hroki og hleypidómar

Undanfarnar vikur hefur manni fundist heldur niðurlægjandi að vera búsettur í Suðurkjördæmi, því kjördæmi sem réð núverandi fjármálaráðherra til starfa á alþingi í fjögur ár. Ef ég hefði staðið að ráðningu hans, væri ég búinn að segja honum upp störfum og uppsögnin hefði þegar tekið gildi. Varla hefur hann þó gert þá kröfu, að fá að verða Dómsmálaráðherra í 10 mínútur til að gjalda Davíð Oddssyni gamlan greiða þegar hann dró hann upp í stól Sjávarútvegsráðherra öllum til mikillar furðu, ekki síst samflokksmönnum þeirra long time ago. En gjalda skal greiða með greiða, er greinilega mottó Árna Mathiesen. Þess vegna tók hann að sér þessa ósvinnu að tosa bankastjórasoninn upp í dómarastólinn gegn vilja, hérumbil allra landsmanna. Máttlausar varnarræður Árna reynast innihaldslausar og fullar af hroka og minna helst á viðbrögð manns sem þjáist af minnimáttarkennd. Nær hefði garminum verið að játa hreinlega vinargreiðann sem hann skuldaði bankastjóranum. Nóg um það. Annar pestargemlingur hefur hrjáð og hrellt samstarfsmenn sína í ríkisstjórninni. Það er ofurbloggarinn og kjaftaskurinn, fyrrverandi samflokksmaður minn Össur nokkur Skarphéðinsson titlaður Iðnaðarráðherra. Munurinn á framkomu þessara tveggja ráðherra er mikill. Össur hefur ákveðnar skoðanir og liggur ekki á þeim "skál fyrir því" þó ef til vill sé álíka þægilegt að treysta á þær frá degi til dags eins og veðurfarið. Árni virðist ekki hafa neinar skoðanir nema þær, að hann vilji hafa skoðanir og fá að fara sínu fram, sýna hroka og stærilæti, bæði vinnuveitendum sínum sem og öðrum landsmönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála þér gagnvart Árna.Dómgreindarleysi þessa ráðherra er með ólíkindum,ef hann væri í öðru landi en á Íslandi,hefði honum verið skylt að segja af sér.Bananalýðveldið Ísland styrkir sig í sessi sem Bananalandið,hið eina sanna.Skyldu bananar enn vaxa í Eden í Hveragerði.

Númi (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:16

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Vel mælt félagi Þórbergur. Kær kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 31.3.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband