18.11.2008 | 22:41
Samfylkingin undir kvið.
Í fréttatíma sjónvarpsins var rætt við helsta fjármáladraumaprins Samfylkingarinnar Jón Sigurðsson fyrrum ráðherra þeirra krata. Þessi náungi sem Samfylkingin hefur helst litið til sem þeirra leiðtoga í fjármálum. Samkvæmt því sem hann reyndi að koma til skila, var ítrekað reynt að segja hitakæru örverunum í ríkisstjórninni að bankakerfið væri á hraðferð til andskotans en greinilega án árangurs.
Hvað segir þetta okkur landsmönnum? Jú við hljótum að draga þá ályktun að ráðherrar Samfylkingar hafi bara ekki hlustað á sína eigin rödd, rödd sem maður verður að álykta að viti hvað hún segir. Séu orð Davíðs Oddssonar og Jóns Sigurðssonar sannleikurinn, er alveg sama hvort litið er til ráðherra Samfylkingar eða Sjálfstæðisflokks, hvorir tveggja sömu sök seldir, sitja fundi með eigendum bankanna sem sögðu viðkomandi ráðherrum bara það sem þeir vildu heyra, þ.e. að allt væri í himnalagi og engu að kvíða nema kannske því að þá vantaði nokkra fleiri milljarða í lán svo allt yrði nú örugglega í stakasta lagi.
Maður heyrir sífellt háværari raddir frá krötunum að Davíð eigi að víkja. Gerir þetta fólk sér ekki grein fyrir að hann situr í embætti í skjóli þeirra sjálfra. Össur og Ingibjörg klifa reyndar sífellt á þessu en hitakæru örverurnar treysta sér ekki undan kjötkötlunum svona í vetrarbyrjun. Þetta lýsir best þeirra eigin argasta aumingjaskap og ræfildómi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.