Tími athafna.

Afskaplega er orðið þreytandi að hlusta á fréttaskýringar í þessu bankahrunsmáli. Ekki lagast það , þegar litlu stuttbuxnastrákarnir eru byrjaðir að ljá máls á að skipta megi út svo sem eins og einum og einum ráðherra í þessari lánnlausu ríkisstjórn. þegar þjóðin stendur frammi fyrir mestu hrakförum pólitískrar stefnu sem rekin hefur verið á sögulegum tíma er kominn tími til að skipta öllum hópnum út, bæði íhaldi og krötum. Hættum þessu Evrópubandalagsvæli og stöndum á eigin fótum eins og okkur hefur svo oft tekist vel. Við hljótum að krefjast kosninga eins fljótt og nokkur kostur er. Þessu tvísaga rugli verður að linna, strax á þessu ári.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband