Það mikilvægasta í stjórnmálunum í dag.

Það allra mikilvægasta í stjórnmálunum í dag, er að slökkva ljósin í alþingishúsinu, senda þingmenn heim um fengitímann og kjósa svo á þrettándanum.

Það næst mikilvægasta er, að koma í veg fyrir heilaþvott af hálfu formanns Samfylkingarinnar um þörfina á að yfirtaka Evrópusambandið.

Ég hef áður rakið þá hrikalegu ógn sem okkur stendur af Evrópusambandinu og get alveg gert það hér aftur.

Evrópusambandið samanstendur af 27 ríkjum. Hvert ríki hefur sína ríkisstjórn og bak við hverja ríkisstjórn eru 6-10 stjórnmálaöfl í það minnsta. Það þýðir að þar eru 170-270 stjórnmálaöfl, hvert með sínar áherslur, sumir jafnvel með harðari og ósvífnari áherslur en stuttbuxnaliðið hjá íhaldinu okkar sem byggir á hugtakinu samkeppni fyrir alla aðra en mig. Í þessum ríkjum búa milli 500 og 550 milljónir. Athugið líka annað. Þau ríki sem eru innan Evrópusambandsins mundu gleypa við okkur vegna þess eins að við erum ein auðugasta þjóð heimsins og auðlegð okkar vex ár frá ári. Við eigum eitt hreinasta land heimsins, eigum eitt örfárra landa í heiminum, gnótt af hreinu vatni, aðgang að ómenguðum sjó og miklar orkuauðlindir í ýmsu formi. Þar er reyndar stór óplægður akur. Ríki Evrópusambandsins skortir aðlindaruppsprettur. Þess vegna yrðum við hreinlega gleyptir í einum munnbita og til okkar spyrðist ekkert meir. Jafnvel þótt Evrópusambandið spryngi í frumeindir sínar eins og margt bendir til, kæmum við í tætlum út úr þeim hörmungum.

Samfylkingin reynir að fela aumingjaskap sinn eða vanmátt eftir atvikum bak við upphrópunina um Evrópusambandsaðild. Það minnir mann helst á trúboða og ekki nóg með það, heldur minnir staða Samfylkingarinnar mann á þá gömlu stöðu "stellingu" sem kennd er við "trúboða". Hún er semsé búin að láta íhaldið misnota sig svo illilega að úr blæðir og því sári verður ekki auðveldlega lokað. Það semsagt lekur fylgið af Samfylkingunni eins og bæjarlækur falli í vorleysingum. Nú baular formaðurinn um að eftirlit hafi skort með fjármálaheiminum en hver átti að hafa þetta eftirlit. Já vel á minnst er ekki Samfylkingin í ríkisstjórn eða allavega hluti af henni.

Við Íslendingar eigum núna að vinda okkur í að kanna þann möguleika að mynda efnahagsbandalag með Noregi og Rússlandi. Þetta eru ríki sem eiga sömu hagsmuna að gæta á norðurhjara þannig að margt eiga þessar þjóðir sameiginlegt. Auðvelt ætti að vera að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil með þessum löndum, allavega Noregi.

Góðir Íslendingar, gleymum Evrópusambandinu. Þar verðum við bara étin og melt eins auðveldlega og ungabarn barnamat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þór Guðjónsson

Það er mjög óábyrgt að blása til kosninga um há vetur,en síðla mars eða apríl væri skárra. Ætti að kjósa þá. 

Evrópusambandið er sé kapítuli að hlaupa í fangið 27 þjóðum sem eru búnar að berja á okkur síðustu misserum er algjört glapræði .Áhrif á áhvörðunatöku væri minna en engin,við svo lítið atkvæðavægi  að við mundum vera  verr sett en nú með ess samningin. Við mundum gleypa við tilskipunum frá Brussel. Það sem verra er Fiskveiðiflotinn mundin hreinsa upp Fiskistofna við landið ,þar sem stjórnun fiskveiða hjá EB hvetur til brottkasts á fiski. Ef við hefðum verið í EB í sumar Hefði síldveiðiskipin þurft að henda 110.000 tonnum af makríl í sjóinn, það var ekki til útgefinn kvóti og samkvæmt lögum  þess má ekki koma með afla sem ekki er til kvóti fyrir að landi.Ísland mundi festast í viðjum fátæktar ef EB ætti að ráðskast með auðlindir okkar      

Ólafur Þór Guðjónsson, 23.11.2008 kl. 14:32

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hárrétt Óli. þetta er nákvæmlega stjórnunartaktík Evrópusambandsins. Eftir að það væri búið að ná tökum á auðlindum okkar, yrði okkur hent eins og gamalli borðtusku og engir samningar héldu.

Þórbergur Torfason, 23.11.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband