RUV

Er þetta ekki grínfrétt með Pál Magnússon og lögfræðingastéttina? Ég trúi ekki fyrr en ég tek á að Páll Magnússon, yfirlýstur boðberi sannleikans, "að eigin sögn" hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að kalla til lögfræðing og siga honum á fyrrum fréttamann RUV. Gerir maðurinn sér ekki grein fyrir að nú hafa lögfræðingar öðrum hnöppum að hneppa en að eltast við geðofsaköst fúllyndra sjálfstæðismanna sem hafa það að lífsmottói að svara bara spurningum útvalinna spyrla, þá bara þegar þeim hentar.

Er þetta það sem kallað er frjáls fjölmiðlun?


mbl.is Vilja að RÚV biðji þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Þú ert á viliigötum Halamaður. Lögfræðingar RÚV eru ekki "að eltast við geðofsaköst fúllyndra sjálfstæðismanna" heldur að halda því til haga að fyrrum starfsmenn séu ekki að valsa út og suður með efni sem þeir hafa tekið upp í vinnutíma sínum hjá RÚV og er að sjálfsögðu eign stofnunarinnar. Það hlýtur að vera í sjálfsvaldi eigenda efnisins hvort og hvenær það birtist. Þeir eru með launaða fréttastjóra til að meta hvaða efni skal í loftið á hverjum tíma. Það er ekki allt upptekið efni sem sent er út það segir sig sjálft. Fréttatimarnir eru aðeins 25- 30 mín hverju sinni, því er allt klippt og skorið eins og við vitum.

Óttar Felix Hauksson, 27.11.2008 kl. 15:14

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

En Óttar, fréttastjóri, fréttamaður! svo ertu allt í einu farinn að blanda einhverjum lögfræðingum í útsendingar RÚV. Fari þeir og veri. Geðillska Geirs er varla heilagari en hlandbunan úr Suðursveitungi sem varð það á að pissa utan í, á einhvern þann dýrmætasta minjagrip sem heiminum hefur verið sýnt á sögulegum tíma. Hann fékk birta af sér mynd og þar að auki sekt. Aumingja þið Reykvíkingar þurfið að burðast með syndir heimsins um ókomna tíð

Þórbergur Torfason, 29.11.2008 kl. 01:08

3 identicon

Er það örugglega sjálfsagt að upptakan sé eign ríkisútvarpsins þótt hún hafi verið tekin upp á vinnutíma?  Þegar málið kom upp á dögunum minnti þetta á þegar starfsmenn stofnunar (man ekki hvað hún hét, maðurinn hennar Margrétar Frímanns var einn þeirra) sögðu upp eða var sagt upp, tóku allar sínar föggur og þar með talið skýrslur sem líka höfðu verið skrifaðar á vinnutíma.  Málið fór fyrir dóm og var dæmt fyrrverandi sarfsmönnum í hag.

brana (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband