Furðu, en ekki frétt.

Mig hlýtur að vera að dreyma.

Í Fréttablaðinu þann 27. nóv. 2008 er birt frétt um. "Fjárhagslegt forskot sitjandi þingflokka." Á sama tíma og þingið leggur blessun sína yfir áframhaldandi rán þingmanna úr ríkissjóði, birtir pressan þessa upprifjun.

Ég kann ekki og nenni ekki að tengja við frétt úr dagblöðunum svo ég bendi lesendum bara á að á blaðsíðu 8, fimmtudaginn 27. nóv. sl. birtist frétt í Fréttablaðinu um þetta.

Ekki er nóg með að þessi andskotans óþjóðalýður vaði í fjárhirslur almennings, sbr. eftirlaunalögin (sjálftaka launa), heldur hafa þau samþykkt að veita sjálfum sér og sínu endalausa bulli, fjárveitingu úr sameiginlegum sjóði okkar.

Til hvers? Er það ekki augljóst? Nei nú er nóg komið. Sem dæmi, ef þér verður það á að greiða atkvæði í alþingiskosningum, verðurðu skattlagður eftirá. Hverskonar andskotans bull er þetta orðið.

Ef einhver hefur áhuga á að láta ljós sitt skína, pólitískt, skal hann bera kostnað af því einn og sjálfur. Ég er tilbúinn að styðja pólitískt framboð beint ef það hugnast mér en ekki láta draga af mér í skatt til ríkissjóðs vegna þess að atvinnupólitíkusar sem ekki kunna að koma fyrir sig orði, ekki kunna mannasiði, ekki kunna að gera greinarmun á drengskap og fláræði, kunna yfirleitt ekki að gera greinarmun á réttu og röngu hvað þá heldur að kunna almenna mannasiði eru gera kröfu á ríkissjóð. Skattheimta til handa framboðum, verður aldrei liðin frekar en sjálftaka launa úr ríkissjóði.

Ég segi; Afmáum svona spillingastimpla af okkur. Afnemum heimildir alþingis til reglu og lagasetninga sjálfum sér til hagsbóta.

Hvernig er annars með útsendingar RÚV frá Alþingi? Er ekki örugglega of kostnaðarsamt að sýna okkur, þessum almúga grenjandi ásjónur þessa fáráðlinga sem augljóslega bera stafi beiningarmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband