4.12.2008 | 01:29
Virðulegi forseti!
Eitthvað á þennan veg hefst yfirleitt ávarp þingmanna úr ræðustóli í þinginu.
Virðing er góðra gjalda verð og finn ég ekkert að því þótt alþingismenn titli sína forseta sem þeir hafa valið sjálfir til að stjórna fundum þingsins. Hitt er aftur anað mál, hvort ekki sé kominn tími til að þingmenn og þar með taldir þeir þingmenn sem valist hafa til að gegna tímabundið embætti ráðherra s.s. forsætis, fjármála, viðskipt, utanríkiasmála o.s.frv. sýni umbjóðendum sínum (atvinnurekendum sínum) þá virðingu, að bugta sig lítillega, titra ofurlítið í hnjákollunum og segja lágum en þó skýrum rómi "virðulegi kjósandi minn" þegar þeir koma fram fyrir alþjóð hvort sem er í sjónvarpi eða útvarpi.
Virðingaleysi ráðherranna er orðið verulegt áhyggjuefni. Ég ætla að tiltaka eitt dæmi sem er þó alls ekki neitt einsdæmi og er heldur alls ekki nýtt af nálinni.
Sett voru lög um gjaldeyrisviðskipti alveg nýverið. Varla var blekið þornað þegar gagnrýnisraddir fóru að berast utan ú þjóðfélaginu. Þar voru á ferðinni hagfræðingar, viðskiptafræðingar, tölvunördar, kerfisfræðingar og alls kyns fólk sem daglega hafa þurft að sinna viðskiptavinum sinna stofnana og fyrirtækja varðandi gjaldeyri á ýmsum stigum. Dómur þess var að þesi nýju lög mundu hefta flæði gjaldeyris inn í landið. Eitthvað allt annað en við þurfum á að halda þessa dagana. Viðbrögð ráðherra viðskipta létu aldeilis ekki á sér standa.
Vesalings fíflin úti í þjóðfélaginu voru rétt eina ferðina enn að misskilja minn göfuga tilgang, (þ.e. að halda hlífiskildi yfir seðlabankastjórninni, stjórn fjármálaeftirlitsins, lögspekingum ríkisstjórnarinnar, ríkisstjórninni sjálfri og síðast en ekki síst, flokksgæðingum sitjandi og fyrri ríkisstjórnar.
Hvernig í ósköpunum getur staðið á því að nánast allir sæmilega lesið og lært fólk í stjórnsýslu og fjármálum, skilur þessa fljótaskrift á lagasetningu framkvæmdavaldsins alveg þveröfugt við þá sem semja og setja þessi sömu lög.
Er þessi ráðherrafáráðlingur að reyna að telja fyrrum kjósendum sínum hér í Suðurkjördæmi, trú um að hann og hann einn skilji og viti hvers konar lagasetningar og reglugerðartilbúningur gildi og virki við þessar aðstæður. á sama tíma er samt verið að endurskoða þessi umdeildu lög og reyna að færa þau í nothæft horf svo þau verði ekki bara Sunnlendingum, heldur öllum íbúum þessarar þjóðar til ævarandi skammar og háðungar um víða veröld.
Af hverju segir þetta vesalings mannkerti ekki af sér ráðherradómi, þingmennsku og kjörgengi. Hann er löngu búinn að afsala sér öllum rétti til að gegna nokkru ábyrgðarembætti fyrir sitt kjördæmi og sína þjóð.
Mikið er maður annars lánssamur maður að hafa aldrei orðið sjóveikur um dagana við að draga björg í bú þessarar þjóðar. Hitt er aftur annað mál. Hvers maður á eiginlega að gjalda að þurfa að horfa uppá ásýndir þessara guðsvoluðu fáráðlinga sem skipa þessa eindæma ónýtu ríkisstjórn í hvert einasta sinn sem manni verður á að horfa á útsendingar frétta og fréttatengdra þátta sjónvarpsstöðvanna hér á landi.
Verst er þegar ráðnir verkstjórar ráðuneytanna koma andaktugir og náhvítir í framan og sverja blákalt framan í alþjóð að því miður skilji ekki nokkur Íslendingur, hvað þá útlendingur þeirra göfuga tilgang með nýjasta útspili í lagasetningu eða tilmælum til ráða og nefnda hist og her í stjórnkefirnu.
Kjaradómur misskilur, öll lögfræðiakademían misskilur einfalda skipun herrans um að lækka snöggvast laun hjá stéttum sem áður hafði fallið dómur um að ekki væri hægt að lækka laun hjá.
Hvert einasta mannsbarn misskilur ný lög um gjaldeyrishöft sem stuðla að verulegri hindrun út og innflæðis á gjaldeyri.
Ég spyr enn. Hvað eigum við lengi að þola það að fólk sem tímabundið er ráðið í vinnu hjá okkur, standi sig ekki betur en þetta. Hafandi aðgang að öllum helstu sérfræðingum sem völ er á um víða veröld, skúbbi svona dag eftir dag og reyni svo að gera lítið úr þeim sem augljóslega hafa meira vit á atburðarásinni en viðkomandi ráðherrar og þeirra vælandi Evrópusambandsvælandi leiguþý.
Nú segi ég nóg komið.
Hér með, Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra. Ath: ráðning til 4. ára er þér sagt upp störfum án uppsagnarfrests.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.