7.12.2008 | 00:25
Villuljós:
Fréttaflutningur á Íslandi er allur orðinn hinn skrautlegasti. Hver af öðrum keppast fjölmiðlar við að skreyta sig og þá væntanlega "eigendur sína" fjöðrum páfugla. Af hverju rekja þessir fjölmiðlar ekki sína eigin fjármálaóreiðu og eða fjármál stjórnmálaflokkanna þar sem sukkið og svínaríið er verra en þó allir lögfræðingar landsins væru samankomnir á einni og sömu innheimtuskrifstofunni.
Þessi frétt er aldeilis galin og sínir best þá þurrð sem komin er í heilabú fréttamanna. Ég vil benda fréttamönnum á að leita sér upplýsinga um sporslur frá ráðherrum. Þeir fá úthlutað einhverjum milljónum hver til að reyna að tryggja sér einhver atkvæði í komandi kosningum.
Forsetaembættið mótmælir frétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég man eftir nokkrum ferskum fullum íslenskum sjómönnum í Saint John´s sem fóru í leigubíl til ræðismannsins að kjósa forseta. Man að ég ætlaði ekki að kjósa en bytturnar keyrðu fram á mig í miðbænum og létu sig ekki fyrr en ég kom með þeim. Hvað lætur maður ekki eftir vinum sínum. Man ekki hvort var farið á Cotton Club fyrir eða eftir kosningar.
Víðir Benediktsson, 7.12.2008 kl. 01:54
Ekki man ég þetta vel en hitt man ég að ræðismaðurinn var ekki við þegar þangað var komið þannig að ekkert varð úr því að ég kallaði þennan óviðráðanlega kostnað yfir þjóðina þar sem ég hef ekki enn þan dag í dag kosið í forsetakosningum.
Ekki man ég heldur eftir því að ég hefi verið samferða einhverjum byttum í þessum leigubíl. Hitt man ég gjörla að okkur var ráðlagt að hafa þennan háttinn á af umboðsmanni Eimskips.
Þar fyrir utan er það lýðræðislegur réttur allra kosningabærra Íslendinga að kjósa, hvort sem er í forseta eða alþingiskosningum. Í þetta sinn var brotið á rétti okkar sem íslenskir þegnar því ræðismaðurinn var ekki við á þeim tíma sem hafði verið auglýstur.
Þórbergur Torfason, 7.12.2008 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.